Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 10:00 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, tók ekki undir hrós í garð stelpnanna frá spyrli á blaðamannafundi á Algarve-mótinu í gær. Stelpurnar okkar hefja leik á mótinu í dag þegar þær mæta Belgíu klukkan 15.00, en stefnan er sett á gullið eins og kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Dagnýju Brynjarsdóttur í dag. „Í fyrra sagðist þú vera með mjög ungt lið en Ísland spilaði mjög vel. Við hverju megum við búast í ár?“ var spurningin sem Freyr fékk á fundinum í gær þar sem þjálfarar liðanna í A-riðli sátu fyrir svörum. Það stóð ekki á svari hjá Frey: „Við spiluðum ekki það vel. Við skoruðum ekki mark í fyrra. Það þarf að byrja á því að skora mark,“ svaraði þjálfarinn, en SportTV er statt á Algarve-mótinu og birti myndband af fundinum. Það má einnig sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti eftir að ná aðeins í eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum, en liðið kom boltanum aldrei í mark andstæðingsins. „Á hverju ári viljum við njóta umgjarðarinnar sem er búin til hér. Það er búinn að vera erfiður vetur í Reykjavík og mikill snjór þannig við njótum þess að vera hérna og spila á góðum völlum,“ sagði Freyr. „Við hlökkum til þess að reyna að vinna Danmörku einu sinni. Ég er mjög spenntur fyrir því að spila á móti Kanada líka sem við höfum aldrei mætt áður. Við erum með háleit markmið en við ætlum að byrja á því að reyna að skora eitt mark,“ sagði Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, tók ekki undir hrós í garð stelpnanna frá spyrli á blaðamannafundi á Algarve-mótinu í gær. Stelpurnar okkar hefja leik á mótinu í dag þegar þær mæta Belgíu klukkan 15.00, en stefnan er sett á gullið eins og kom fram í viðtali Fréttablaðsins við Dagnýju Brynjarsdóttur í dag. „Í fyrra sagðist þú vera með mjög ungt lið en Ísland spilaði mjög vel. Við hverju megum við búast í ár?“ var spurningin sem Freyr fékk á fundinum í gær þar sem þjálfarar liðanna í A-riðli sátu fyrir svörum. Það stóð ekki á svari hjá Frey: „Við spiluðum ekki það vel. Við skoruðum ekki mark í fyrra. Það þarf að byrja á því að skora mark,“ svaraði þjálfarinn, en SportTV er statt á Algarve-mótinu og birti myndband af fundinum. Það má einnig sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti eftir að ná aðeins í eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum, en liðið kom boltanum aldrei í mark andstæðingsins. „Á hverju ári viljum við njóta umgjarðarinnar sem er búin til hér. Það er búinn að vera erfiður vetur í Reykjavík og mikill snjór þannig við njótum þess að vera hérna og spila á góðum völlum,“ sagði Freyr. „Við hlökkum til þess að reyna að vinna Danmörku einu sinni. Ég er mjög spenntur fyrir því að spila á móti Kanada líka sem við höfum aldrei mætt áður. Við erum með háleit markmið en við ætlum að byrja á því að reyna að skora eitt mark,“ sagði Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Sjá meira
Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00