Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 09:00 Guðmundur Jörundsson ætlar ekki að kaupa nýju treyjuna. vísir/vilhelm/anton brink Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira
Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53