Elín Metta æfði með landsliðinu á 21 árs afmælisdaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 11:30 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Sjá meira
Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00
Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00