Elín Metta æfði með landsliðinu á 21 árs afmælisdaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 11:30 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu klukkan 15.00 í dag þegar þær mæta Belgíu. Liðið mætti til Algarve á mánudaginn en í hópnum er markadrottningin unga Elín Metta Jensen. Þessi tvítugi framherji sem á að baki 60 mörk í 87 deildar- og bikarleikjum með Val, átti afmæli í gær. „Þetta er 21 árs afmæli sem er stærra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þetta þykir mjög merkilegt hjá vinum mínum þar úti,“ segir Elín Metta í viðtali við SportTV, en áfengisaldurinn er 21 ár í Bandaríkjunum. Elín Metta ákvað að fara í háskóla í Bandaríkjunum eftir síðasta tímabil og samdi við meistara Florida State, sama lið og Dagný Brynjarsdóttir spilaði með. Elín nýtur lífsins vestanhafs. „Mér finnst ég vera búin að læra helling og fá nýja sýn á fótboltann. Þegar maður skiptir um umhverfi sér maður nýja hluti sem maður var kannski ekki búinn að pæla í áður,“ segir Elín Metta. „Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er að spila með rosalega góðum leikmönnum og svo er ég mjög ánægð með þjálfarann.“ Algarve-mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir seinni hluta undankeppni EM 2017, en að komast á stórmót er stóri draumurinn hjá Elínu. „Það er fullt af góðum leikmönnum sem eru að koma inn þannig það verður spennandi að sjá hvernig liðið þróast á næstu árum. Það eru smá kynslóðarskipti í landsliðinu,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að komast á stórmót og eitthvað sem maður stefnir á sem fótboltakona,“ segir Elín Metta Jensen.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00 Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00 Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30 Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira
Sandra um kaupverðið: Ég pæli ekkert í því Landsliðsmarkvörðurinn var keyptur fyrir tvær milljónir króna frá Stjörnunni til Vals. 1. mars 2016 12:00
Freyr: Við spiluðum ekki vel og skoruðum ekki mark Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, gaf engan afslátt af frammistöðu stelpnanna á Algarve í fyrra. 2. mars 2016 10:00
Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. 2. mars 2016 06:30
Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. 2. mars 2016 06:00