Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2016 14:13 Upplýsingafulltrúi Ísal segir að útskipun yfirmanna fyrirtækisins á áli í Straumsvíkurhöfn hafi gengið vel. Hann lýsir furðu sinni á ef verkalýðsfélög í álverinu óski eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi að þau stöðvi uppskipun á álinu þar. Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Einn fulltrúi verkalýðsfélaganna taldi að yfirmönnunum hefði tekist að lesta um 600 tonnum í gær en Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir það vanáætlað. Útskipunin hafi haldið áfram í morgun og hafi gengið vel.En yfirmenn hafa kannski ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn?„Þetta hefur samt bara gengið vel. Auðvitað erum við ekki í keppni um neitt annað en það að bjarga eins mikið af verðmætum og við getum. Við sjáum annars fram á að verða fyrir miklu tjóni af þessu verkfalli,“ segir Ólafur Teitur. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagins Hlífar segir verkalýðsfélögin velta fyrir sér ýmsum aðgerðum til aðþrýsta á fyrirtækið að gera viðþau kjarasamning. Einn möguleikinn sé aðóska eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi aðþau stöðvi uppskipun áálinu þegar skipið kemur þangað. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður eða óskir þar um átt sér stað. Samninganefnd verkalýðsfélaganna fundi reglulega um stöðuna. Ólafur Teitur segir Ísal hafa gætt þess að fara aðöllu eftir lögum og reglum í deilu sinni við verkalýðsfélögin. „Og það kæmi okkur áóvart ef verkalýðsfélögin ætluðu ekki að gera það. Og maður spyr sig hvers vegna skyldu verkalýðsfélög íútlöndum stöðva uppskipun þegar verkalýðsfélög áÍslandi stöðva ekki aðgerðirnar hér áÍslandi. Þannig að við sjáum ekki hvernig ætti að vera að stöðva uppskipun ááli sem er löglega skipaðút hér. Það er enginn lagalegur grundvöllur til þess,“ segir Ólafur Teitur. Samkvæmt áætlunum ætti flutningaskipið sem er verið að lesta að vera farið héðan en Ólafur Teitur segir ekki skipta máli þótt það fari ekki fyrr en á morgun. „En okkur er að takast að bjarga verðmætum hér á hverri mínútu og hverjum klukkutíma. Það telur allt til að verja fyrirtækið. Við erum auðvitað bara að bera hönd fyrir höfuð okkar með löglegum hætti,“ segir Ólafur teitur Guðnason. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Ísal segir að útskipun yfirmanna fyrirtækisins á áli í Straumsvíkurhöfn hafi gengið vel. Hann lýsir furðu sinni á ef verkalýðsfélög í álverinu óski eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi að þau stöðvi uppskipun á álinu þar. Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Einn fulltrúi verkalýðsfélaganna taldi að yfirmönnunum hefði tekist að lesta um 600 tonnum í gær en Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Ísal segir það vanáætlað. Útskipunin hafi haldið áfram í morgun og hafi gengið vel.En yfirmenn hafa kannski ekki eins hraðar hendur og vanir hafnarverkamenn?„Þetta hefur samt bara gengið vel. Auðvitað erum við ekki í keppni um neitt annað en það að bjarga eins mikið af verðmætum og við getum. Við sjáum annars fram á að verða fyrir miklu tjóni af þessu verkfalli,“ segir Ólafur Teitur. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagins Hlífar segir verkalýðsfélögin velta fyrir sér ýmsum aðgerðum til aðþrýsta á fyrirtækið að gera viðþau kjarasamning. Einn möguleikinn sé aðóska eftir því við verkalýðsfélög í Hollandi aðþau stöðvi uppskipun áálinu þegar skipið kemur þangað. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður eða óskir þar um átt sér stað. Samninganefnd verkalýðsfélaganna fundi reglulega um stöðuna. Ólafur Teitur segir Ísal hafa gætt þess að fara aðöllu eftir lögum og reglum í deilu sinni við verkalýðsfélögin. „Og það kæmi okkur áóvart ef verkalýðsfélögin ætluðu ekki að gera það. Og maður spyr sig hvers vegna skyldu verkalýðsfélög íútlöndum stöðva uppskipun þegar verkalýðsfélög áÍslandi stöðva ekki aðgerðirnar hér áÍslandi. Þannig að við sjáum ekki hvernig ætti að vera að stöðva uppskipun ááli sem er löglega skipaðút hér. Það er enginn lagalegur grundvöllur til þess,“ segir Ólafur Teitur. Samkvæmt áætlunum ætti flutningaskipið sem er verið að lesta að vera farið héðan en Ólafur Teitur segir ekki skipta máli þótt það fari ekki fyrr en á morgun. „En okkur er að takast að bjarga verðmætum hér á hverri mínútu og hverjum klukkutíma. Það telur allt til að verja fyrirtækið. Við erum auðvitað bara að bera hönd fyrir höfuð okkar með löglegum hætti,“ segir Ólafur teitur Guðnason.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira