Fótbolti

Fimm mörk og átta stiga forysta hjá Barcelona | Sjáið þrennuna hjá Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barcelona átti ekki miklum vandræðum með að auka forskot sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka útisigur á Rayo Vallecano. Rayo Vallecano endaði leikinn með níu menn á vellinum.

Lionel Messi skoraði þrennu í leiknum en Ivan Rakitić og Arda Turan skoruðu hin mörkin.

Luis Suárez, markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar, komst ekki á blað í leiknum en hann klikkaði meðal annars á vítaspyrnu á 69. mínútu en staðan var þá 3-1 fyrir Barcelona.

Ivan Rakitić skoraði fyrsta markið á 22. mínútu og Lionel Messi bætti við öðru marki aðeins mínútu síðar. Messi kom Barcelona síðan í 3-0 á 53. mínútu áður en Manucho minnkaði muninn fyrir Rayo Vallecano.

Lionel Messi kórónaði þrennu sína á 72. mínútu og Arda Turan skoraði að lokum fimmta markið fjórum mínútum fyrir leikslok.

Rayo Vallecano, missti Diego Llorente af velli með rautt spjald á 42. mínútu og endaði með níu menn á vellinum eftir að Manuel Iturra fékk rautt spjald á 67. mínútu.

Barcelona hefur nú átta stiga forystu á Atlético Madrid á toppi spænsku deildarinnar.

Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona-liðsins í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×