Sleginn í magann en snæddi svo pítsu með Gurley eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 12:30 Helgi Már Magnússon var í hasar í gær. vísir/valli Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var í hringiðju hasarsins í Síkinu í gærkvöldi þar sem Tindastóll vann frábæran sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR, 91-85. Í fjórða leikhluta setti Helgi Már upp hindrun sem var nú að öllum líkindum ekki lögleg. Anthony Isaiah Gurley varð fyrir hindrun Helga Más og svaraði fyrir sig með því að slá hann í magann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Helgi steinlá eftir höggið en hann vildi nú ekki gera mikið úr þessu öllu saman þegar Vísir ræddi við hann í dag. „Fyrir mér er þetta afskaplega saklaust allt saman. Ég set hindrun fyrir hann sem er, nú þegar ég er búinn að horfa á þetta aftur, líklega ólögleg,“ segir Helgi Már í samtali við Vísi. „Hann, í einhverjum pirring, slær til baka í magann á mér og fyrstu viðbrögð hjá mér voru ósjálfráð að detta í gólfið. En þetta var ekkert meira en það. Hann var ekkert að reyna að slasa mig. Þetta var bara pirringur. Þetta er bara körfubolti og áfram gakk.“ „Höggið var ágætlega fast en ég er ekkert með innvortist blæðingar,“ segir hann léttur. „Hann sveiflaði bara höndinni og ósjálfráð viðbrögð hjá mér voru að grípa um magann og detta niður. Það var engin hugsun á bakvið það. Ég var líka staðinn upp frekar snögglega.“Helgi segir að leikir gegn Stólunum séu alltaf spilaðir fast.vísir/ernirFastir og skemmtilegir Helgi er vanur því að spila hörku leiki við Tindastól, en liðin mættust í úrslitaviðureign Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. „Leikirnir við Stólana eru alltaf fastir og skemmtilegir. Tindastóll spilar líkamlegan bolta og það gerum við líka. Það var úrslitakeppnisbragur á leiknum í gær og mikil stemning í Síkinu. Leikurinn var virkilega skemmtilegur þó við töpuðum. Þetta minnti mig bara á úrslitaseríuna í fyrra,“ segir Helgi Már. Sá sem varð allra manna reiðastur vegna atviksins var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Hann gerði sér ferð inn á völlinn og lét Gurley, þjálfaralið Tindastóls, dómara leiksins og alla sem vildu heyra vita nákvæmlega hversu ósáttur hann var við högg Bandaríkjamannsins.Finnur Freyr Stefánsson fékk tæknivillu.vísir/ernirSótti tæknivilluna Dómararnir dæmdu ekkert á Gurley en eðlilega fékk Finnur Frey tæknivillu. Þrátt fyrir að bandaríski bakvörðurinn sló Helga voru það Stólarnir sem fengu vítaskot og boltann. „Ég held að Finnur hafi verið svona pirraður því Gurley var nýbúinn að setja risastóran þrist í sókninni á undan. Svo vildi Finnur meina að hann hafi skrefað hressilega þar á eftir. Svo slær hann mig í magann og þá bara sprakk Finnur,“ segir Helgi Már. „Dómararnir hefðu alveg getað dæmt á þetta en pirringurinn hjá mér tengdist aðallega að ég er sleginn en Tindastóll fær boltann og vítaskot. Finnur fór og sótti þessa villu og átti hana fyllilega skilið. En þetta er allt búið núna,“ segir Helgi Már. Menn voru fljótir að gleyma átökunum eftir leik: „Skömmu eftir leik voru bæði lið mætt á Ólafsshús að borða pitsu hlið við hlið. Þó það sé barátta inn á vellinum er það gleymt eftir leik. Það kann ég alltaf að meta hjá Stólunum. Menn spila fast en svo taka menn bara í spaðann á hvorum öðrum eftir leik,“ segir Helgi Már Magnússon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var í hringiðju hasarsins í Síkinu í gærkvöldi þar sem Tindastóll vann frábæran sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR, 91-85. Í fjórða leikhluta setti Helgi Már upp hindrun sem var nú að öllum líkindum ekki lögleg. Anthony Isaiah Gurley varð fyrir hindrun Helga Más og svaraði fyrir sig með því að slá hann í magann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Helgi steinlá eftir höggið en hann vildi nú ekki gera mikið úr þessu öllu saman þegar Vísir ræddi við hann í dag. „Fyrir mér er þetta afskaplega saklaust allt saman. Ég set hindrun fyrir hann sem er, nú þegar ég er búinn að horfa á þetta aftur, líklega ólögleg,“ segir Helgi Már í samtali við Vísi. „Hann, í einhverjum pirring, slær til baka í magann á mér og fyrstu viðbrögð hjá mér voru ósjálfráð að detta í gólfið. En þetta var ekkert meira en það. Hann var ekkert að reyna að slasa mig. Þetta var bara pirringur. Þetta er bara körfubolti og áfram gakk.“ „Höggið var ágætlega fast en ég er ekkert með innvortist blæðingar,“ segir hann léttur. „Hann sveiflaði bara höndinni og ósjálfráð viðbrögð hjá mér voru að grípa um magann og detta niður. Það var engin hugsun á bakvið það. Ég var líka staðinn upp frekar snögglega.“Helgi segir að leikir gegn Stólunum séu alltaf spilaðir fast.vísir/ernirFastir og skemmtilegir Helgi er vanur því að spila hörku leiki við Tindastól, en liðin mættust í úrslitaviðureign Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. „Leikirnir við Stólana eru alltaf fastir og skemmtilegir. Tindastóll spilar líkamlegan bolta og það gerum við líka. Það var úrslitakeppnisbragur á leiknum í gær og mikil stemning í Síkinu. Leikurinn var virkilega skemmtilegur þó við töpuðum. Þetta minnti mig bara á úrslitaseríuna í fyrra,“ segir Helgi Már. Sá sem varð allra manna reiðastur vegna atviksins var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Hann gerði sér ferð inn á völlinn og lét Gurley, þjálfaralið Tindastóls, dómara leiksins og alla sem vildu heyra vita nákvæmlega hversu ósáttur hann var við högg Bandaríkjamannsins.Finnur Freyr Stefánsson fékk tæknivillu.vísir/ernirSótti tæknivilluna Dómararnir dæmdu ekkert á Gurley en eðlilega fékk Finnur Frey tæknivillu. Þrátt fyrir að bandaríski bakvörðurinn sló Helga voru það Stólarnir sem fengu vítaskot og boltann. „Ég held að Finnur hafi verið svona pirraður því Gurley var nýbúinn að setja risastóran þrist í sókninni á undan. Svo vildi Finnur meina að hann hafi skrefað hressilega þar á eftir. Svo slær hann mig í magann og þá bara sprakk Finnur,“ segir Helgi Már. „Dómararnir hefðu alveg getað dæmt á þetta en pirringurinn hjá mér tengdist aðallega að ég er sleginn en Tindastóll fær boltann og vítaskot. Finnur fór og sótti þessa villu og átti hana fyllilega skilið. En þetta er allt búið núna,“ segir Helgi Már. Menn voru fljótir að gleyma átökunum eftir leik: „Skömmu eftir leik voru bæði lið mætt á Ólafsshús að borða pitsu hlið við hlið. Þó það sé barátta inn á vellinum er það gleymt eftir leik. Það kann ég alltaf að meta hjá Stólunum. Menn spila fast en svo taka menn bara í spaðann á hvorum öðrum eftir leik,“ segir Helgi Már Magnússon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00