Sleginn í magann en snæddi svo pítsu með Gurley eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2016 12:30 Helgi Már Magnússon var í hasar í gær. vísir/valli Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var í hringiðju hasarsins í Síkinu í gærkvöldi þar sem Tindastóll vann frábæran sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR, 91-85. Í fjórða leikhluta setti Helgi Már upp hindrun sem var nú að öllum líkindum ekki lögleg. Anthony Isaiah Gurley varð fyrir hindrun Helga Más og svaraði fyrir sig með því að slá hann í magann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Helgi steinlá eftir höggið en hann vildi nú ekki gera mikið úr þessu öllu saman þegar Vísir ræddi við hann í dag. „Fyrir mér er þetta afskaplega saklaust allt saman. Ég set hindrun fyrir hann sem er, nú þegar ég er búinn að horfa á þetta aftur, líklega ólögleg,“ segir Helgi Már í samtali við Vísi. „Hann, í einhverjum pirring, slær til baka í magann á mér og fyrstu viðbrögð hjá mér voru ósjálfráð að detta í gólfið. En þetta var ekkert meira en það. Hann var ekkert að reyna að slasa mig. Þetta var bara pirringur. Þetta er bara körfubolti og áfram gakk.“ „Höggið var ágætlega fast en ég er ekkert með innvortist blæðingar,“ segir hann léttur. „Hann sveiflaði bara höndinni og ósjálfráð viðbrögð hjá mér voru að grípa um magann og detta niður. Það var engin hugsun á bakvið það. Ég var líka staðinn upp frekar snögglega.“Helgi segir að leikir gegn Stólunum séu alltaf spilaðir fast.vísir/ernirFastir og skemmtilegir Helgi er vanur því að spila hörku leiki við Tindastól, en liðin mættust í úrslitaviðureign Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. „Leikirnir við Stólana eru alltaf fastir og skemmtilegir. Tindastóll spilar líkamlegan bolta og það gerum við líka. Það var úrslitakeppnisbragur á leiknum í gær og mikil stemning í Síkinu. Leikurinn var virkilega skemmtilegur þó við töpuðum. Þetta minnti mig bara á úrslitaseríuna í fyrra,“ segir Helgi Már. Sá sem varð allra manna reiðastur vegna atviksins var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Hann gerði sér ferð inn á völlinn og lét Gurley, þjálfaralið Tindastóls, dómara leiksins og alla sem vildu heyra vita nákvæmlega hversu ósáttur hann var við högg Bandaríkjamannsins.Finnur Freyr Stefánsson fékk tæknivillu.vísir/ernirSótti tæknivilluna Dómararnir dæmdu ekkert á Gurley en eðlilega fékk Finnur Frey tæknivillu. Þrátt fyrir að bandaríski bakvörðurinn sló Helga voru það Stólarnir sem fengu vítaskot og boltann. „Ég held að Finnur hafi verið svona pirraður því Gurley var nýbúinn að setja risastóran þrist í sókninni á undan. Svo vildi Finnur meina að hann hafi skrefað hressilega þar á eftir. Svo slær hann mig í magann og þá bara sprakk Finnur,“ segir Helgi Már. „Dómararnir hefðu alveg getað dæmt á þetta en pirringurinn hjá mér tengdist aðallega að ég er sleginn en Tindastóll fær boltann og vítaskot. Finnur fór og sótti þessa villu og átti hana fyllilega skilið. En þetta er allt búið núna,“ segir Helgi Már. Menn voru fljótir að gleyma átökunum eftir leik: „Skömmu eftir leik voru bæði lið mætt á Ólafsshús að borða pitsu hlið við hlið. Þó það sé barátta inn á vellinum er það gleymt eftir leik. Það kann ég alltaf að meta hjá Stólunum. Menn spila fast en svo taka menn bara í spaðann á hvorum öðrum eftir leik,“ segir Helgi Már Magnússon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, var í hringiðju hasarsins í Síkinu í gærkvöldi þar sem Tindastóll vann frábæran sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR, 91-85. Í fjórða leikhluta setti Helgi Már upp hindrun sem var nú að öllum líkindum ekki lögleg. Anthony Isaiah Gurley varð fyrir hindrun Helga Más og svaraði fyrir sig með því að slá hann í magann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Helgi steinlá eftir höggið en hann vildi nú ekki gera mikið úr þessu öllu saman þegar Vísir ræddi við hann í dag. „Fyrir mér er þetta afskaplega saklaust allt saman. Ég set hindrun fyrir hann sem er, nú þegar ég er búinn að horfa á þetta aftur, líklega ólögleg,“ segir Helgi Már í samtali við Vísi. „Hann, í einhverjum pirring, slær til baka í magann á mér og fyrstu viðbrögð hjá mér voru ósjálfráð að detta í gólfið. En þetta var ekkert meira en það. Hann var ekkert að reyna að slasa mig. Þetta var bara pirringur. Þetta er bara körfubolti og áfram gakk.“ „Höggið var ágætlega fast en ég er ekkert með innvortist blæðingar,“ segir hann léttur. „Hann sveiflaði bara höndinni og ósjálfráð viðbrögð hjá mér voru að grípa um magann og detta niður. Það var engin hugsun á bakvið það. Ég var líka staðinn upp frekar snögglega.“Helgi segir að leikir gegn Stólunum séu alltaf spilaðir fast.vísir/ernirFastir og skemmtilegir Helgi er vanur því að spila hörku leiki við Tindastól, en liðin mættust í úrslitaviðureign Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. „Leikirnir við Stólana eru alltaf fastir og skemmtilegir. Tindastóll spilar líkamlegan bolta og það gerum við líka. Það var úrslitakeppnisbragur á leiknum í gær og mikil stemning í Síkinu. Leikurinn var virkilega skemmtilegur þó við töpuðum. Þetta minnti mig bara á úrslitaseríuna í fyrra,“ segir Helgi Már. Sá sem varð allra manna reiðastur vegna atviksins var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Hann gerði sér ferð inn á völlinn og lét Gurley, þjálfaralið Tindastóls, dómara leiksins og alla sem vildu heyra vita nákvæmlega hversu ósáttur hann var við högg Bandaríkjamannsins.Finnur Freyr Stefánsson fékk tæknivillu.vísir/ernirSótti tæknivilluna Dómararnir dæmdu ekkert á Gurley en eðlilega fékk Finnur Frey tæknivillu. Þrátt fyrir að bandaríski bakvörðurinn sló Helga voru það Stólarnir sem fengu vítaskot og boltann. „Ég held að Finnur hafi verið svona pirraður því Gurley var nýbúinn að setja risastóran þrist í sókninni á undan. Svo vildi Finnur meina að hann hafi skrefað hressilega þar á eftir. Svo slær hann mig í magann og þá bara sprakk Finnur,“ segir Helgi Már. „Dómararnir hefðu alveg getað dæmt á þetta en pirringurinn hjá mér tengdist aðallega að ég er sleginn en Tindastóll fær boltann og vítaskot. Finnur fór og sótti þessa villu og átti hana fyllilega skilið. En þetta er allt búið núna,“ segir Helgi Már. Menn voru fljótir að gleyma átökunum eftir leik: „Skömmu eftir leik voru bæði lið mætt á Ólafsshús að borða pitsu hlið við hlið. Þó það sé barátta inn á vellinum er það gleymt eftir leik. Það kann ég alltaf að meta hjá Stólunum. Menn spila fast en svo taka menn bara í spaðann á hvorum öðrum eftir leik,“ segir Helgi Már Magnússon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra. 3. mars 2016 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Tindastólsmenn sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á toppliði KR en þetta var fimmti sigur Stólanna í röð í Domino´s deild karla í körfubolta. 3. mars 2016 21:00