Repúblikana skortir góðan leiðtoga Birta Björnsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:30 Repúblikanar eru illa staddir hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. vísir/getty Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.” Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.”
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06
Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18