Repúblikana skortir góðan leiðtoga Birta Björnsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:30 Repúblikanar eru illa staddir hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. vísir/getty Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.” Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.”
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06
Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18