Allt stefnir í stórsigur Clinton Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 19:09 Hillary Clinton gæti fagnað stórsigri í nótt. vísir/getty Ef fer sem horfir mun Hillary Clinton vinna stórsigur í forkosningum demókrata í Suður-Karólínu í kvöld. Ef marka má nýjustu spár stefnir allt í að Clinton muni sigra andstæðing sinn, Bernie Sanders, með 25 prósentustiga mun þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Staða Clinton hefur löngum verið talin sterk í suðurríkjum Bandaríkjanna, þá sérstaklega meðal svartra. Í aðdraganda kosninganna í Suður-Karólínu ýtti hún nýrri auglýsingu úr vör þar sem áhersla var lögð á að ná til þessa þjóðfélagshóps sem og annarra sem eiga erfitt uppdráttar vestanhafs. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að þessar breytingar megi ekki síst rekja til óvæntrar hylli sem mótframbjóðendi hennar hefur notið í forkosningum annarra ríkja.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBeri Clinton sigur úr býtum í nótt mun það renna sterkari stoðum undir framboð hennar og slá á óttann sem grasseraði í herbúðum hennar í kjölfar tapsins í New Hampshire á dögunum. Þá yrði sigurinn einnig til marks um að Clinton höfði til fjölbreyttari kjósendahóps en Sanders, sem sækir fylgi sitt helst til ungs, hvíts fólks. Þá yrði það einnig gott veganesti fyrir kosningarnar sem fara fram á Ofurþriðjudeginum svokallaða í suðurríkjunum Alabama, Georgíu, Arkansas, Virginu og Tennessee. Hún á að sama skapi harma að hefna eftir að hafa beðið ósigur gegn Barack Obama í Suður-Karólínu í forkosningum demókrata árið 2008. Kjörstaðir í Suður-Karólínu loka á miðnætti að íslenskum tíma. Tengdar fréttir Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Hjúkrunarfræðingar vilja eftirlit frá Sameinuðu þjóðunum með kosningum Landssamband hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum skoraði í gær á framboð Bernie Sanders til forseta í forkosningum demókrata að fara fram á að kosningaeftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum vaktaði kjörstaði forkosninganna til að koma í veg fyrir svindl. 23. febrúar 2016 07:00 Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Ef fer sem horfir mun Hillary Clinton vinna stórsigur í forkosningum demókrata í Suður-Karólínu í kvöld. Ef marka má nýjustu spár stefnir allt í að Clinton muni sigra andstæðing sinn, Bernie Sanders, með 25 prósentustiga mun þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Staða Clinton hefur löngum verið talin sterk í suðurríkjum Bandaríkjanna, þá sérstaklega meðal svartra. Í aðdraganda kosninganna í Suður-Karólínu ýtti hún nýrri auglýsingu úr vör þar sem áhersla var lögð á að ná til þessa þjóðfélagshóps sem og annarra sem eiga erfitt uppdráttar vestanhafs. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum telja að þessar breytingar megi ekki síst rekja til óvæntrar hylli sem mótframbjóðendi hennar hefur notið í forkosningum annarra ríkja.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBeri Clinton sigur úr býtum í nótt mun það renna sterkari stoðum undir framboð hennar og slá á óttann sem grasseraði í herbúðum hennar í kjölfar tapsins í New Hampshire á dögunum. Þá yrði sigurinn einnig til marks um að Clinton höfði til fjölbreyttari kjósendahóps en Sanders, sem sækir fylgi sitt helst til ungs, hvíts fólks. Þá yrði það einnig gott veganesti fyrir kosningarnar sem fara fram á Ofurþriðjudeginum svokallaða í suðurríkjunum Alabama, Georgíu, Arkansas, Virginu og Tennessee. Hún á að sama skapi harma að hefna eftir að hafa beðið ósigur gegn Barack Obama í Suður-Karólínu í forkosningum demókrata árið 2008. Kjörstaðir í Suður-Karólínu loka á miðnætti að íslenskum tíma.
Tengdar fréttir Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Hjúkrunarfræðingar vilja eftirlit frá Sameinuðu þjóðunum með kosningum Landssamband hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum skoraði í gær á framboð Bernie Sanders til forseta í forkosningum demókrata að fara fram á að kosningaeftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum vaktaði kjörstaði forkosninganna til að koma í veg fyrir svindl. 23. febrúar 2016 07:00 Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23
Hjúkrunarfræðingar vilja eftirlit frá Sameinuðu þjóðunum með kosningum Landssamband hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum skoraði í gær á framboð Bernie Sanders til forseta í forkosningum demókrata að fara fram á að kosningaeftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum vaktaði kjörstaði forkosninganna til að koma í veg fyrir svindl. 23. febrúar 2016 07:00
Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45
Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00
Aðdáendur Trump aka pallbílum en Hillary Clinton Prius Repúklikanar aka stórum og eyðslufrekum bílum en Demókratar minni og eyðslugrennri. 25. febrúar 2016 09:23
Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23