Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings Birgir Olgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 20:16 Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson hafa ásamt Ástu Guðrún Helgadóttir leitað á náðir vinnustaðasálfræðings til að leysa úr deilum innan þingflokks Pírata. Vísir Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson. Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Píratar ætla að leysa úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þar segjast þingmennirnir þrír, þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og átt í samskiptaörðugleikum. Verandi að eigin sögn lausnamiðað fólk hafa þingmennirnir hafist handa við að vinna úr þessum erfiðleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.Vísir„Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum. Þar kemur jafnframt fram að það sé samhugur innan þingflokksins að leysa úr innri ágreiningi á sem farsælastan hátt og þess vegna hafi þeir ákveðið í sameiningu að fara þessa leið, en hún hefur að þeirra sögn borið mikinn árangur á skömmum tíma. Sjá tilkynninguna í heild hér fyrir neðan:Það hefur ekki farið framhjá neinum að undanfarna mánuði hafa Píratar vaxið og dafnað ört. Á sama tima hefur álagið á þeim fáu kjörnum fulltrúum sem Píratar hafa á þingi og í sveitastjórn margfaldast. Við þingmenn Pírata höfum, eins og oft vill verða undir miklu álagi, átt í samskiptaörðugleikum. En við erum þrátt fyrir allt lausnamiðað fólk og höfum því hafist handa við að vinna úr þessum örðugleikum undir handleiðslu vinnustaðasálfræðings. Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi. Það er samhugur meðal þingflokksins að leysa innri ágreining á sem farsælastan hátt og þess vegna höfum við ákveðið í sameiningu að fara þessa leið. Hún hefur þegar borið mikinn árangur á skömmum tíma. Málstaður okkar og stefnumál eru stærri en hvert okkar. Við erum miklu sterkari sameinuð heldur en sundruð og við í þingflokki Pírata teljum okkur koma sterkari og samheldnari út úr þessu heldur en nokkru sinni fyrr. Kær kveðja, Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50
Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58