Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Snærós Sindradóttir skrifar 10. febrúar 2016 06:00 Samkvæmt greininni virðast konur oftar þolendur hrellikláms og karlar gerendur. Reiðir fyrrverandi kærastar eru erkitýpurnar sem deila myndefni en einnig eru dæmi um að myndum sé dreift án þess að illvilji liggi þar að NordicPhotos/Getty Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi í svokölluðum hrelliklámsmálum þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Erfitt getur reynst að heimfæra hrelliklám upp á núgildandi lagaákvæði. Þetta kemur fram í grein Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, sviðsstjóra lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, nýverið. „Ekkert Norðurlandanna hefur skilgreint hrelliklám í lögum en umræðan er í gangi alls staðar. Okkar löggjöf er veik varðandi friðhelgisbrot og þess vegna höfum við á Íslandi verið að heimfæra þessa háttsemi upp á kynferðisbrot. Þetta er árás á þinn kynferðislega sjálfsákvörðunarrétt en þetta er líka gróft brot á friðhelgi einkalífs,“ segir Þorbjörg.Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirHún telur að skilgreining brotsins í lögum ætti ekki að vera flókin. Það þurfi einungis pólitíska ákvörðun um að veita þessu broti sess í lögum. „Ég held ekki að það vanti pólitískan vilja til að skilgreina þetta heldur er þetta nýr veruleiki sem menn standa frammi fyrir. Löggjafinn er hægt og rólega að vakna til vitundar en á sama tíma eru lögregla og ákæruvald fyrir löngu farin að fást við þetta.“ Þorbjörg segir að það geti flækt rannsókn slíkra mála að þurfa að beita öðrum lagaákvæðum til að ná utan um brotið. „Í einhverjum tilvikum getur hefndarklám birst lögreglu á þann veg að mörkin eru orðin óljós. Í upphafi hefur kynferðislegt myndband verið tekið og eftir samband er það notað með hótunum um að það fari í dreifingu ef þolandinn kemur ekki aftur til að hafa samfarir eða gera það sem brotamaðurinn vill að hann geri. Hótunin um að dreifa myndefninu er þá verknaðaraðferð til þess að ná fram kynferðisbroti. Þannig gæti hefndarklámið orðið nauðgun.“Kolbrún Benediktsdóttir, meðhöfundur greinarinnarvísir/valliÍ greininni kemur fram að hugtakið hefndarklám, sem er á góðri leið með að festa sig í málvitund Íslendinga, geti verið villandi. Í einhverjum tilfellum sé engin hefnd til staðar heldur sé myndum eða myndböndum dreift til skemmtunar af hálfu þeirra sem eru að dreifa því eða til að afla fjár. Í greininni er tekið dæmi um íslenskt par sem fór út að skemmta sér og hafði samfarir á almannafæri. Einhver ókunnugur tók myndband af atlotunum sem á örskömmum tíma fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Áður en kvöldinu lauk hafði mikill fjöldi fólks séð myndbandið, þar á meðal vinir fólksins. „Ég upplifi það þannig með hefndarklámið að eins og með önnur kynferðisbrot eru brotaþolar feimnir að koma með þessi mál fram.“Niðurlægja fyrrverandi á FacebookÍ mars á síðasta ári var karlmaður dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að birta fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook og „tagga“ hana á myndunum. Þannig gátu allir vinir hans og allir vinir hennar á samfélagsmiðlinum séð myndirnar. Dómurinn sagði að með myndbirtingunni hefði maðurinn brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar en hafnaði því að um miska gegn fyrrverandi maka væri að ræða, þrátt fyrir að þau sem að málinu komu hefðu verið kærustupar í eitt ár. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi í svokölluðum hrelliklámsmálum þrátt fyrir að Alþingi hafi ekki skilgreint hugtakið í lögum eða sett því refsiramma. Erfitt getur reynst að heimfæra hrelliklám upp á núgildandi lagaákvæði. Þetta kemur fram í grein Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, sviðsstjóra lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, nýverið. „Ekkert Norðurlandanna hefur skilgreint hrelliklám í lögum en umræðan er í gangi alls staðar. Okkar löggjöf er veik varðandi friðhelgisbrot og þess vegna höfum við á Íslandi verið að heimfæra þessa háttsemi upp á kynferðisbrot. Þetta er árás á þinn kynferðislega sjálfsákvörðunarrétt en þetta er líka gróft brot á friðhelgi einkalífs,“ segir Þorbjörg.Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirHún telur að skilgreining brotsins í lögum ætti ekki að vera flókin. Það þurfi einungis pólitíska ákvörðun um að veita þessu broti sess í lögum. „Ég held ekki að það vanti pólitískan vilja til að skilgreina þetta heldur er þetta nýr veruleiki sem menn standa frammi fyrir. Löggjafinn er hægt og rólega að vakna til vitundar en á sama tíma eru lögregla og ákæruvald fyrir löngu farin að fást við þetta.“ Þorbjörg segir að það geti flækt rannsókn slíkra mála að þurfa að beita öðrum lagaákvæðum til að ná utan um brotið. „Í einhverjum tilvikum getur hefndarklám birst lögreglu á þann veg að mörkin eru orðin óljós. Í upphafi hefur kynferðislegt myndband verið tekið og eftir samband er það notað með hótunum um að það fari í dreifingu ef þolandinn kemur ekki aftur til að hafa samfarir eða gera það sem brotamaðurinn vill að hann geri. Hótunin um að dreifa myndefninu er þá verknaðaraðferð til þess að ná fram kynferðisbroti. Þannig gæti hefndarklámið orðið nauðgun.“Kolbrún Benediktsdóttir, meðhöfundur greinarinnarvísir/valliÍ greininni kemur fram að hugtakið hefndarklám, sem er á góðri leið með að festa sig í málvitund Íslendinga, geti verið villandi. Í einhverjum tilfellum sé engin hefnd til staðar heldur sé myndum eða myndböndum dreift til skemmtunar af hálfu þeirra sem eru að dreifa því eða til að afla fjár. Í greininni er tekið dæmi um íslenskt par sem fór út að skemmta sér og hafði samfarir á almannafæri. Einhver ókunnugur tók myndband af atlotunum sem á örskömmum tíma fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Áður en kvöldinu lauk hafði mikill fjöldi fólks séð myndbandið, þar á meðal vinir fólksins. „Ég upplifi það þannig með hefndarklámið að eins og með önnur kynferðisbrot eru brotaþolar feimnir að koma með þessi mál fram.“Niðurlægja fyrrverandi á FacebookÍ mars á síðasta ári var karlmaður dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að birta fimm nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni á Facebook og „tagga“ hana á myndunum. Þannig gátu allir vinir hans og allir vinir hennar á samfélagsmiðlinum séð myndirnar. Dómurinn sagði að með myndbirtingunni hefði maðurinn brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar en hafnaði því að um miska gegn fyrrverandi maka væri að ræða, þrátt fyrir að þau sem að málinu komu hefðu verið kærustupar í eitt ár.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira