„Hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 17:15 Formaður Félags skólastjórnenda gagnrýnir umfjöllun um mataráskriftir grunnskólabarna. vísir/vilhelm Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“ Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15