Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 14:15 Dæmi eru um að börn sitji ein í matmálstímum. vísir/pjetur Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Börn í Árbæjarskóla sem ekki eru í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg þurfa að borða hádegismat sinn annars staðar en í mötuneyti skólans. Dæmi eru að börn þurfi að sitja ein í matmálstímanum sökum þessa. Skýringar sem foreldrar hafa fengið eru þær að matur sé af skornum skammti og að ekki gangi upp að krakkar séu að borða af annars diski, óháð áskrift.Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um atvik sem kom upp í gær, á öskudaginn, í Fellaskóla. Þar var ellefu ára nemenda synjað um að taka þátt í pítsuveislu í skólanum þar sem hún var ekki í mataráskrift. Skólastjóri vísaði í reglur skólans. Foreldrafélag Árbæjarskóla fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag í september í fyrra. Málið var tekið upp við skólastjórn, sem þó sagði það einungis eiga við unglingastig. Samkvæmt upplýsingum frá foreldri í skólanum ber sögum ekki saman, því nokkrir foreldrar barna í sjötta og sjöunda bekk hafi kvartað undan því að börn þeirra fái ekki að borða með skólasystkinum sínum.Vinahópar slitnir í sundur Þeir nemendur sem eru í svonefndri mataráskrift eiga rétt á að fá sér tvisvar á diskinn og telja foreldrar það því eiga að vera í höndum krakkanna að ákveða hvort þau ákveði að deila matnum með vini – enda sé búið að greiða fyrir matinn. Verið sé að slíta vinahópa í sundur með þessum hætti. Í bréfi skólastjóra til foreldra segir að ástæða þess að ekki sé hægt að blanda nemendum á unglingastigi saman í mat sé sú að skólinn ráði ekki við að þjónusta þá eins vel með þeim hætti. Reynt hafi verið að blanda nemendum saman sem ekki hafi gengið þar sem þeir hafi borðað hver af annars diski, sérstaklega þegar vinsælir réttir hafi verið í boði. Þá sé dæmi um að maturinn hafi klárast og að þeir sem voru í áskrift hafi ekki fengið sinn skammt. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrafélaginu er unnið að því að leysa málið í samráði við skólastjórn. Ekki náðist í Þorstein Sæberg skólastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01