Ófærð líkt við Wallander og Broadchurch í frönskum fjölmiðlum Guðrún Ansnes skrifar 11. febrúar 2016 11:00 Sögupersónan Andri þykir tikka í flest box hinnar norrænu erkitýpu, dálítið þunglyndur og félagsfælinn. „Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum. Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum.
Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48