Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2016 00:48 Þorsteinn Bachmann sem Sigurður í Ófærð. Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10