Ófærð líkt við Wallander og Broadchurch í frönskum fjölmiðlum Guðrún Ansnes skrifar 11. febrúar 2016 11:00 Sögupersónan Andri þykir tikka í flest box hinnar norrænu erkitýpu, dálítið þunglyndur og félagsfælinn. „Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum. Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Atburðarásin er stundum hæg sem getur dregið úr áhuga áhorfenda en á sama tíma leyfir það áhorfendunum að kynnast persónunum vel og njóta söguþráðarins. Spennan er til staðar,“ segir meðal annars á síðum Le Monde, eins stærsta dagblaðs Frakka, um íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. Segir jafnframt að í þáttunum megi koma auga á leifar Íslendingasagnanna, sem oftar en ekki eru innblásnar af þjóðsögum og yfirnáttúrulegu efni, og þykir Frökkunum það býsna áhugavert. Þá er nokkuð fjallað um aðalsögupersónuna, lögreglumanninn Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, og þykir persóna hans minna um margt á aðrar norrænar sögupersónur, þar sem þunglyndi, félagsfælni og einangrun spili stóra rullu. Hann sé þannig nokkurs konar erkitýpa hins norræna lögreglumanns, og er líkt við Kurt Wallander, í Wallander-þáttunum sem notið hafa gífurlegra vinsælda um heim allan. Voru fyrstu fjórir þættirnir sýndir á franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma á mánudagskvöldið og bárust fregnir þess efnis að alls fimm milljónir Frakka hefðu setið við skjáinn á meðan. Þykir það tíðindum sæta, sér í lagi í ljósi þess að sama kvöld voru tvær nýjar franskar þáttaraðir frumsýndar, og áttu innanbúðarmenn hjá France 2 ekki von á að hin íslenska Ófærð myndi enda í öðru sæti á áhorfslista með átján prósenta hlutdeild. Er töluvert um það rætt í frönskum fjölmiðlum að þar hafi sjónvarpsstöðin sýnt nokkurt hugrekki, og í þetta skiptið hafi það gengið upp. Franska dagblaðið Le Parisien birti dóm strax daginn eftir sýninguna, þar sem gefnar voru alls fjórar stjörnur af fimm mögulegum, og þáttunum líkt við bresku þættina Broadchurch að gæðum.
Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48