Wayne Rooney er ekki í leikmannahópi Manchester United sem mætir danska liðinu Mitdjylland í Danmörku á morgun.
Louis van Gaal valdi átján manna leikmannahóp sem fór til Danmerkur í morgun en búist er við því að hann útskýri fjarveru Rooney á blaðamannafundi síðar í dag.
Rooney spilaði allan leikinn er United tapaði fyrir Sunderland, 2-1, um helgina og hafa ekki borist fregnir af því að hann eigi við meiðsli að stríða.
Van Gaal hefur áður sagt að bestu möguleikar United á því að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð felast í því að vinna Evrópudeildina og því kæmi á óvart ef hann myndi hvíla Rooney nú.
Matteo Darmian á við axlarmeiðsli að stríða og verður ekki með í leiknum á morgun og mun Donald Love, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir United um helgina, leysa hann af hólmi.
Meðal annarra ungra leikmanna sem eru í hópi United má nefna Will Keane, Regan Poole, Joe Riley og James Weir.
Rooney ekki með til Danmerkur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið









Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn

„Búnir að vera á smá hrakhólum“
Íslenski boltinn