Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð Finnbogason. Vísir/AFP 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. Afmælisdagurinn var langur en ánægjulegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem sé nú von um að fá að spila reglulega eftir ósanngjarna og furðulega meðferð sem hann fékk sem leikmaður gríska liðsins Olympiacos. „Þetta er tvöföld gleði,“ sagði Alfreð Finnbogason þegar Fréttablaðið náði í hann í gærkvöldi en þá var hann á leið inn í afmæliskvöldverð á veitingastað í Augsburg í Þýskalandi eftir strembinn dag. „Janúar er búinn að vera mjög erfiður mánuður. Það er búið að vera mikið um sveiflur varðandi lið og áhuga, kannski allt að gerast eina stundina en svo ekki neitt. Mikil streita fylgdi síðustu dögum, ekki á líkama heldur meira á sálina. Ég er því mjög ánægður að þetta sé búið og ég geti farið aftur að hugsa um að spila fótbolta,“ sagði Alfreð.Vonbrigði á vonbrigði ofan „Ég fór á láni til Olympiacos til að spila leiki en var ekki að spila leiki. Ég var búinn að gera allt sem ég gat gert á þessum tveimur mánuðum og ég sá enga von um breytingu á þeirri stöðu þar sem að sami þjálfari yrði áfram með liðið. Ég er mjög ánægður með þessa lendingu því ég tel að ég eigi góða möguleika á því að spila hérna. Númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér þá snýst þetta um að fá að spila leiki og að komast aftur í gang,“ sagði Alfreð. „Það er búið að reyna ansi mikið á mig og það er alltaf erfitt að fá vonbrigði ofan á vonbrigði en maður þarf bara að trúa á sjálfan sig. Þegar ég fæ vonandi að spila þá ætla ég mér að sýna það inn á vellinum að menn hafi haft rangt fyrir sér,“ sagði Alfreð. „Mér gekk í raun mjög vel í þessum leikjum sem ég spilaði með Olympiacos. Þegar ég spurði menn af hverju ég væri ekki að spila meira þá var voðalega lítið um svör. Það er mikilvægast á þessum árum og sérstaklega með sumarið í huga að vera að spila leiki og vera í toppstandi,“ sagði Alfreð sem verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi næsta sumar.Mynd/Adam JastrzebowskiLangt frá því að vera sanngjarnt Hápunktur Alfreðs hjá gríska félaginu Olympiacos var þegar hann tryggði liðinu sigur á Arsenal í Meistaradeildarleik á Emirates. Alfreð var slegið upp á forsíðum allra grísku blaðanna og stuðningsmennirnir tóku hann tímabundið í guðatölu. Vandamálið að markið og innkoman hafi lítið sem engin áhrif á spilatímann. Hann fékk áfram fá eða engin tækifæri með Olympiacos. „Mér fannst þetta langt frá því að vera sanngjarnt og ræddi þetta við þjálfarann. Það breytti voðalega litlu en það þýðir lítið að væla yfir því. Ég horfi bara björtum augum á það sem koma skal og það skiptir öllu. Það sem er búið er búið,“ segir Alfreð sem er reyndari á eftir. „Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum og ég tel mig vera betri leikmann eftir þetta eina og hálfa ár eftir að hafa upplifað ýmsa hluti. Núna geta ég sýnt það í verki inn á vellinum,“ sagði Alfreð. Hann hefur nú spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni og í nú síðast í Grikklandi.Þýski boltinn hentar honum „Ég tel að Augsburg og þýski boltinn henti mér. Það er margt sem passar en þetta er lítill klúbbur sem er að spila sitt fimmta ár í röð í Bundesligunni. Þeir eru að festa sig í deildinni og náðu ótrúlegum árangri í fyrra með því að enda í fimmta sæti og komast í Evrópudeildina,“ sagði Alfreð sem hefur verið inn á borði hjá þessu þýska félagi í dágóðan tíma. „Þeir eru búnir að hafa áhuga á mér lengi og ég þekki fólkið hjá klúbbnum vel enda búin að þekkja þau í tvö til þrjú ár. Það er sama fólk að vinna þarna og sami þjálfari og þegar þau höfðu fyrst áhuga á mér. Það hafði mikið að segja. Ég er líka fenginn hingað til að spila og þetta passaði því allt fyrir mig,“ sagði Alfreð.Vísir/GettySpilar ekki á móti Liverpool Það er bara ein pínulítill svartur blettur á félagsskiptunum því Alfreð má ekki spila með Augsburg á móti Liverpool í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Olympiacos er í Evrópudeildinni og því fæ ég ekki að spila. Ef Olympiacos hefði dottið út eða verið áfram í Meistaradeildinni þá hefði ég getað spilað. Það er svekkjandi en ekkert við því að gera, því miður,“ segir Alfreð. „Bundesligan er rosalega flott deild og sú deild þar sem mig langað mest að spila þegar ég fór frá Hollandi. Ég var með augum á henni af því að ég taldi að hún myndi henta mér. Það passaði ekki fjárhagslega fyrir þau þýsku lið sem höfðu áhuga á mér þá að kaupa mig þá. Oft þarf maður að fara krókaleiðir að markmiðunum,“ sagði Alfreð. Hann hefur ekki áhyggjur af líkamlega þættinum þrátt fyrir fáar mínútur. „Þó að ég hafi ekki spilað marga leiki þá er ég í mjög góðu formi sem ég hef sýnt þegar ég hef spilað. Nú er bara að fá að spila reglulega og það er það sem við viljum allir gera,“ sagði Alfreð. 27. afmælisdagurinn er örugglega með þeim eftirminnilegri á ævinni.Í læknisskoðun klukkan sex um morguninn „Þessi dagur er búinn að vera mjög langur og erfiður en um leið mjög skemmtilegur. Ég vaknaði klukkan sex í morgun til að fara í læknisskoðun og enda þetta síðan á góðum veitingastað í Augsburg. Þetta var því mjög góður afmælisdagur,“ sagði Alfreð að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. Afmælisdagurinn var langur en ánægjulegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem sé nú von um að fá að spila reglulega eftir ósanngjarna og furðulega meðferð sem hann fékk sem leikmaður gríska liðsins Olympiacos. „Þetta er tvöföld gleði,“ sagði Alfreð Finnbogason þegar Fréttablaðið náði í hann í gærkvöldi en þá var hann á leið inn í afmæliskvöldverð á veitingastað í Augsburg í Þýskalandi eftir strembinn dag. „Janúar er búinn að vera mjög erfiður mánuður. Það er búið að vera mikið um sveiflur varðandi lið og áhuga, kannski allt að gerast eina stundina en svo ekki neitt. Mikil streita fylgdi síðustu dögum, ekki á líkama heldur meira á sálina. Ég er því mjög ánægður að þetta sé búið og ég geti farið aftur að hugsa um að spila fótbolta,“ sagði Alfreð.Vonbrigði á vonbrigði ofan „Ég fór á láni til Olympiacos til að spila leiki en var ekki að spila leiki. Ég var búinn að gera allt sem ég gat gert á þessum tveimur mánuðum og ég sá enga von um breytingu á þeirri stöðu þar sem að sami þjálfari yrði áfram með liðið. Ég er mjög ánægður með þessa lendingu því ég tel að ég eigi góða möguleika á því að spila hérna. Númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér þá snýst þetta um að fá að spila leiki og að komast aftur í gang,“ sagði Alfreð. „Það er búið að reyna ansi mikið á mig og það er alltaf erfitt að fá vonbrigði ofan á vonbrigði en maður þarf bara að trúa á sjálfan sig. Þegar ég fæ vonandi að spila þá ætla ég mér að sýna það inn á vellinum að menn hafi haft rangt fyrir sér,“ sagði Alfreð. „Mér gekk í raun mjög vel í þessum leikjum sem ég spilaði með Olympiacos. Þegar ég spurði menn af hverju ég væri ekki að spila meira þá var voðalega lítið um svör. Það er mikilvægast á þessum árum og sérstaklega með sumarið í huga að vera að spila leiki og vera í toppstandi,“ sagði Alfreð sem verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi næsta sumar.Mynd/Adam JastrzebowskiLangt frá því að vera sanngjarnt Hápunktur Alfreðs hjá gríska félaginu Olympiacos var þegar hann tryggði liðinu sigur á Arsenal í Meistaradeildarleik á Emirates. Alfreð var slegið upp á forsíðum allra grísku blaðanna og stuðningsmennirnir tóku hann tímabundið í guðatölu. Vandamálið að markið og innkoman hafi lítið sem engin áhrif á spilatímann. Hann fékk áfram fá eða engin tækifæri með Olympiacos. „Mér fannst þetta langt frá því að vera sanngjarnt og ræddi þetta við þjálfarann. Það breytti voðalega litlu en það þýðir lítið að væla yfir því. Ég horfi bara björtum augum á það sem koma skal og það skiptir öllu. Það sem er búið er búið,“ segir Alfreð sem er reyndari á eftir. „Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum og ég tel mig vera betri leikmann eftir þetta eina og hálfa ár eftir að hafa upplifað ýmsa hluti. Núna geta ég sýnt það í verki inn á vellinum,“ sagði Alfreð. Hann hefur nú spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni og í nú síðast í Grikklandi.Þýski boltinn hentar honum „Ég tel að Augsburg og þýski boltinn henti mér. Það er margt sem passar en þetta er lítill klúbbur sem er að spila sitt fimmta ár í röð í Bundesligunni. Þeir eru að festa sig í deildinni og náðu ótrúlegum árangri í fyrra með því að enda í fimmta sæti og komast í Evrópudeildina,“ sagði Alfreð sem hefur verið inn á borði hjá þessu þýska félagi í dágóðan tíma. „Þeir eru búnir að hafa áhuga á mér lengi og ég þekki fólkið hjá klúbbnum vel enda búin að þekkja þau í tvö til þrjú ár. Það er sama fólk að vinna þarna og sami þjálfari og þegar þau höfðu fyrst áhuga á mér. Það hafði mikið að segja. Ég er líka fenginn hingað til að spila og þetta passaði því allt fyrir mig,“ sagði Alfreð.Vísir/GettySpilar ekki á móti Liverpool Það er bara ein pínulítill svartur blettur á félagsskiptunum því Alfreð má ekki spila með Augsburg á móti Liverpool í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Olympiacos er í Evrópudeildinni og því fæ ég ekki að spila. Ef Olympiacos hefði dottið út eða verið áfram í Meistaradeildinni þá hefði ég getað spilað. Það er svekkjandi en ekkert við því að gera, því miður,“ segir Alfreð. „Bundesligan er rosalega flott deild og sú deild þar sem mig langað mest að spila þegar ég fór frá Hollandi. Ég var með augum á henni af því að ég taldi að hún myndi henta mér. Það passaði ekki fjárhagslega fyrir þau þýsku lið sem höfðu áhuga á mér þá að kaupa mig þá. Oft þarf maður að fara krókaleiðir að markmiðunum,“ sagði Alfreð. Hann hefur ekki áhyggjur af líkamlega þættinum þrátt fyrir fáar mínútur. „Þó að ég hafi ekki spilað marga leiki þá er ég í mjög góðu formi sem ég hef sýnt þegar ég hef spilað. Nú er bara að fá að spila reglulega og það er það sem við viljum allir gera,“ sagði Alfreð. 27. afmælisdagurinn er örugglega með þeim eftirminnilegri á ævinni.Í læknisskoðun klukkan sex um morguninn „Þessi dagur er búinn að vera mjög langur og erfiður en um leið mjög skemmtilegur. Ég vaknaði klukkan sex í morgun til að fara í læknisskoðun og enda þetta síðan á góðum veitingastað í Augsburg. Þetta var því mjög góður afmælisdagur,“ sagði Alfreð að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira