Samningamenn Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Félags skipstjórnarmanna hjá Eimskip og Samskip og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd skipafélaganna undirrituðu kjarasamning hjá ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í nótt, en verkfall þessara félaga hófst á miðnætti.
Verkfallinu var strax frestað til 12. febrúar þegar búið verður að bera samninginn undir atkvæði félagsmanna. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins.
Vélstjórar og skipstjórnarmenn sömdu við skipafélögin

Tengdar fréttir

Inn- og útflutningur gæti stöðvast
Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag.

Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti
Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum.