Innlent

Vélstjórar og skipstjórnarmenn sömdu við skipafélögin

Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá skipafélögunum hófst á miðnætti en var frestað klukkan þrjú í nótt þegar kjarasamningar voru undirritaðir.
Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá skipafélögunum hófst á miðnætti en var frestað klukkan þrjú í nótt þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm

Samningamenn Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Félags skipstjórnarmanna hjá Eimskip og Samskip og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd skipafélaganna undirrituðu kjarasamning hjá ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í nótt, en verkfall þessara félaga hófst á miðnætti.

Verkfallinu var strax frestað til 12. febrúar þegar búið verður að bera samninginn undir atkvæði félagsmanna. Samningurinn var unninn á grunni SALEK-samkomulagsins.


Tengdar fréttir

Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti

Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.