Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti Una Sighvatsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 18:40 Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00