Erlent

Ætla að skjóta á loft gervihnetti

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tilkynnt að til standi að skjóta gervihnetti á braut um jörðin. Talið er að skotið sé eingöngu tilraun stjórnvalda til að þróa eldflaug sem gæti flutt kjarnorkuvopn til meginlands Bandaríkjanna. Skammt er frá því að tilraun var gerð með kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu.

Geimskotið mun fara fram þann 8. febrúar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Norður-Kórea skýtur gervihnetti á braut um jörðu. Í desember 2012 tókst þeim eftir margra ára misheppnaðar tilraunir. Áratugum hefur verið varið í þróun kjarnorkuvopna í Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar hafa bannað landinu að framkvæmda eldflaugaprófanir og hefur fjölmörgum viðskiptaþvingunum verið beitt gegn einræðisríkinu.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa yfirvöld þar í landi haldið því fram að vísindamenn þeirra hafi bætt kjarnorkuvopn þeirra og einnig framleiðslu á plútóníum.


Tengdar fréttir

Efast um fullyrðingar Norður-Kóreu

Sérfræðingar hafa sumir hverjir sagt ólíklegt að Norður-Kóreumenn hafi sprengt vetnissprengju í fyrrinótt, eins og þeir hafa stært sig af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×