Fara fram á að fá að fæða í Eyjum: Segja ástandið óboðlegt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 10:40 Íbúar í Vestmannaeyjum safna undirskriftum fyrir heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna. vísir/getty Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira