Fara fram á að fá að fæða í Eyjum: Segja ástandið óboðlegt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 10:40 Íbúar í Vestmannaeyjum safna undirskriftum fyrir heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna. vísir/getty Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira