Fara fram á að fá að fæða í Eyjum: Segja ástandið óboðlegt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 10:40 Íbúar í Vestmannaeyjum safna undirskriftum fyrir heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna. vísir/getty Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Íbúar í Vestmannaeyjum hafa hafið undirskriftasöfnun til að knýja fram aukna heilbrigðisþjónustu til fæðandi kvenna í bæjarfélaginu. Skurðstofunni á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var lokað í október 2013 og hafa þungaðar konur því þurft að leita til Reykjavíkur til að eiga börn sín.Fjárhagslegt tap nemi hundruðum þúsunda Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir, forsprakki söfnunarinnar, segir ástandið óboðlegt. Konur eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Þá vilji engin móðir þurfa að fara með eins til tveggja daga gamalt barn í Herjólf eða flug.Sigurbjörg Jóna segir ástandið óboðlegt.„Þetta er hörmung. Ég átti stelpuna mína í október 2013, á sama tíma og skurðstofunni var lokað, og þurfti því að fara upp á land og eiga stelpuna mína. Við þurftum að vera þar í tíu daga, maðurinn minn missti úr vinnu og við töpuðum örugglega um 700 þúsund krónum,“ segir Sigurbjörg, en hún á von á öðru barni sínu í maí næstkomandi. Hún þakkar fyrir að eiga aðstandanda í Reykjavík sem geti veitt henni og fjölskyldu hennar húsaskjól. Þó séu ekki allir svo heppnir. „Ég á ömmu í Reykjavík sem er með pláss fyrir okkur, en margir þurfa að leigja sér íbúð, sem auðvitað kostar sitt. En það er líka dýrt að búa í Reykjavík þegar maður á ekki heima þar. Maður þarf að kaupa sér að borða og svoleiðis, og í raun byrja allt upp á nýtt.“Elliði Vignisson segist áhyggjufullur.Niðurstaða faghóps hunsuð Elliði Vignisson bæjarstjóri ritaði pistil á vef Eyjafrétta á dögunum þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af því að ekki enn sé búið að bregðast við niðurstöðu faghóps sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði árið 2013. Hópurinn hafi meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að vegna landfræðilegra aðstæðna þyrfti að halda uppi færni og þekkingu í fæðingarhjálp í Vestmannaeyjum. „Heilbrigðisþjónusta í Vestmannaeyjum er í dag langt frá því sem hægt er að sætta sig við. Sú þjónusta sem nú er í boði er meira að segja fjarri því sem faghópur skipaður af ráðherra taldi að bjóða ætti upp á. Ábyrgðin á þessu liggur hjá þingmönnum og ráðherra. Úrbóta er þörf og það strax,“ segir Elliði. Samkvæmt tölum frá Eyjar.net fæddust þrjú börn í Eyjum á síðasta ári, af 39 nýjum Eyjamönnum, sem eru fæstu fæðingar í bæjarfélaginu á þessari öld.Undirskriftasöfnunina má finna hér.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira