Leiðtogar heims heita 1.300 milljörðum til lausnar flóttamannavandans Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 21:33 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er einn þeirra þjóðarleiðtoga hét því að heita fé til að mæta flóttamannavandanum. Vísir/EPA Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vill“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vill“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira