Erlent

21 féll í árás Talibana á skóla í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Tugir manna voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina.
Tugir manna voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina. Vísir/AFP
21 maður féll og um fimmtíu særðust í árás vígamanna Talibana á háskóla í norðvesturhluta Pakistans í morgun.

BBC hefur eftir talsmanni pakistanska hersins að skothríðinni í Bacha Khan háskólanum í bænum Charsadda hafi lokið um þremur tímum eftir að hún hófst.

Talsmaðurinn segir að fjórir árásarmenn hafi fallið, en Talibanar hafa sjálfir greint frá því að fjórir liðsmenn þeirra hafi átt þátt í árásinni. Öryggisveitir sátu um skólann í nokkurn tíma.

Charsadda er aðeins í fimmtíu kílómetra fjarlægð frá borginni Peshawar þar sem Talíbanar tóku 130 stúdenta af lífi í svipaðri aðgerð í lok árs 2014.

Talið er að árásarmennirnir hafi farið yfir vegg sem liggur umhverfis skólann og haldið inn í gistiheimili á lóð skólans.

Árásin var gerð klukkan half tíu að morgni að staðartíma, eða um hálf fimm að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×