Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:21 Omar spilar fyrir gesti flugstöðvarinnar í París. Hann hlakkar til að hefja nám á Akureyri og langar að verða tónlistarmaður. Mynd/Kristjana Sýrlenskt flóttafólk kom sér fyrir í íbúðum sínum í Kópavogi og á Akureyri á þriðjudagskvöld og fékk stuðningsfjölskyldur sínar í heimsókn í gær. „Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðningsfjölskyldurnar komu í heimsókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið,“ segir Hrafnhildur Kvaran, tengiliður fjölskyldnanna í Kópavogi hjá Rauða krossinum. „Þau spyrja spurninga um verslanir. Hvar fæ ég þetta? Hvenær fáum við að læra íslensku? Hvenær byrjar skólinn? Þau vilja verða virk í samfélaginu sem fyrst.“ Hrafnhildur segir þau hefja skólagöngu sína þegar þau eru tilbúin. „Það eru ákveðin atriði sem þarf að klára fyrst. Þau þurfa að fara í heilsufarsskoðun og fá kennitölu og ýmislegt fleira. Það tekur um það bil tvær til þrjár vikur. Núna horfa þau út um gluggann að skólanum, spennt að fá að byrja,“ segir Hrafnhildur. Eitt barnanna er sérlega spennt fyrir því að hefja skólagönguna, Omar Al Khattab, sem er kominn til Akureyrar og ferðaðist með fiðlu í handfarangri sem honum var gefin í Beirút. Hann kann að spila nokkur vel valin lög og vonast til þess að á Íslandi fái hann að læra á fiðluna. Þegar honum er sagt af Sinfóníuhljómsveit á Akureyri ljómar hann. Aðstæður flóttafólks sem hingað er komið voru misgóðar í Beirút og í mörgum tilfellum hefur það búið við afar ótryggar og erfiðar aðstæður. Konur og börn verst sett, ekkert barnanna sem kom til landsins hefur gengið í skóla síðan fjölskyldur þeirra flúðu Sýrland þótt mörg hafi fengið einhvers konar kennslu og aðstoð frá alþjóðlegu flóttamannasamtökunum IOM. Þá hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir nú undirbúning hafinn að komu næsta hóps. „Við undirbúum komu tuttugu manna hóps í febrúar, þar á meðal er einn ófæddur einstaklingur.“ Eygló segir mikilvægt að vanda vel til verka og læra af reynslu hverrar fjölskyldu sem hingað kemur. Blaðamaður ferðaðist með flóttafólkinu frá París og tók eftir atriði sem ef til vill þarf að taka betur til greina. Ferðalagið reyndi svo mjög á yngstu börnin að þau tóku að kasta upp í flugvélinni á leið til Íslands. Yngsti sonur Khattabs veiktist mest. Þegar komið var til Íslands hugaði starfsfólk Rauða krossins að líðan sonar Khattabs, gaf honum að drekka og leitaði ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki. Hann braggast nú á nýju heimili sínu á Akureyri. Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sýrlenskt flóttafólk kom sér fyrir í íbúðum sínum í Kópavogi og á Akureyri á þriðjudagskvöld og fékk stuðningsfjölskyldur sínar í heimsókn í gær. „Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðningsfjölskyldurnar komu í heimsókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið,“ segir Hrafnhildur Kvaran, tengiliður fjölskyldnanna í Kópavogi hjá Rauða krossinum. „Þau spyrja spurninga um verslanir. Hvar fæ ég þetta? Hvenær fáum við að læra íslensku? Hvenær byrjar skólinn? Þau vilja verða virk í samfélaginu sem fyrst.“ Hrafnhildur segir þau hefja skólagöngu sína þegar þau eru tilbúin. „Það eru ákveðin atriði sem þarf að klára fyrst. Þau þurfa að fara í heilsufarsskoðun og fá kennitölu og ýmislegt fleira. Það tekur um það bil tvær til þrjár vikur. Núna horfa þau út um gluggann að skólanum, spennt að fá að byrja,“ segir Hrafnhildur. Eitt barnanna er sérlega spennt fyrir því að hefja skólagönguna, Omar Al Khattab, sem er kominn til Akureyrar og ferðaðist með fiðlu í handfarangri sem honum var gefin í Beirút. Hann kann að spila nokkur vel valin lög og vonast til þess að á Íslandi fái hann að læra á fiðluna. Þegar honum er sagt af Sinfóníuhljómsveit á Akureyri ljómar hann. Aðstæður flóttafólks sem hingað er komið voru misgóðar í Beirút og í mörgum tilfellum hefur það búið við afar ótryggar og erfiðar aðstæður. Konur og börn verst sett, ekkert barnanna sem kom til landsins hefur gengið í skóla síðan fjölskyldur þeirra flúðu Sýrland þótt mörg hafi fengið einhvers konar kennslu og aðstoð frá alþjóðlegu flóttamannasamtökunum IOM. Þá hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir nú undirbúning hafinn að komu næsta hóps. „Við undirbúum komu tuttugu manna hóps í febrúar, þar á meðal er einn ófæddur einstaklingur.“ Eygló segir mikilvægt að vanda vel til verka og læra af reynslu hverrar fjölskyldu sem hingað kemur. Blaðamaður ferðaðist með flóttafólkinu frá París og tók eftir atriði sem ef til vill þarf að taka betur til greina. Ferðalagið reyndi svo mjög á yngstu börnin að þau tóku að kasta upp í flugvélinni á leið til Íslands. Yngsti sonur Khattabs veiktist mest. Þegar komið var til Íslands hugaði starfsfólk Rauða krossins að líðan sonar Khattabs, gaf honum að drekka og leitaði ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki. Hann braggast nú á nýju heimili sínu á Akureyri.
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent