Skotárásin í Kanada: „Versta martröð foreldra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 12:00 Dene High School í bænum La Loche. Mynd/ Google street view Fjórir eru látnir og að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í gærkvöldi á tveimur stöðum í smábæ í Norður-Kanada. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur lýst skotárásinni sem verstu martöð hvers foreldris. Árásarmaðurinn er grunaður um að hafa í fyrstu skotið tvo bræður sína til bana á heimili þeirra áður en hann hélt í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði þar sem hann skaut tvo til bana. Lögreglan hefur árásarmanninn í haldi en bæjarstjóri La Loche, Kevin Janvier, staðfesti við blaðamenn að 23 ára gömul dóttir hans, kennari í skólanum, hefði látist í skotárásinni. „Hann skaut tvo bræður sína heima hjá sér áður en hann fór í skólann,“ sagði Janvier. „Ég er svo sorgmæddur.“Marie Janvier, 23, victim in #LaLoche shooting. "I really can't believe it," says cousin. https://t.co/yFSyRmuvqh pic.twitter.com/IRFJRBreJ5— TheStarPhoenix.com (@TheStarPhoenix) January 23, 2016 Nemandi við skólann sagði að hann hefði heyrt marga skothvelli þegar árásin átti sér stað. Í fyrstu var talið að fimm hefðu látist en yfirmaður kanadísku lögreglunnar staðfesti að fjórir hefðu látist og nokkrir særst. Gat hann ekki gefið upp hversu margir hefðu særst í árásinni eða hversu alvarlega þeir hefðu særst. Dene High School er hluti af La Loche Community School og búa um 2.600 manns í bænum. Nemendur skólans eru alls um níu hundruð talsins og átti árásin sér stað í þeim hluta skólans sem er með nemendur í sjöunda bekk og upp í tólfta. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau er staddur í Davos í Sviss en hann ávarpaði fjölmiðlamenn. „Þetta er versta martröð foreldra og það standa allir með íbúum La Loche og Saskatchewan-héraði á þessum erfiða degi,“ sagði Trudeau.Our country's heart is breaking. We grieve with - and stand with - the people of La Loche today. Full statement: https://t.co/tWQAaewlX1— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 23, 2016 Árásin er versta skotárásin í áraraðir í Kanada. Árið 1989 létust 14 manns í skotárás í skóla í Montreal en tíu árum síðar var einn myrtur í skóla í Alberta. Árið 2006 lést einn og 19 særðust í skotárás í skóla í Montreal. Þrjú ár eru síðan yfirvöld í Kanada slökuðu á reglugerðum varðandi byssueign. Sé litið til Kanada í heild eru flestir byssuglæpir framdir í Saskatchwewan-héraði auk þess sem að tvöfalt fleiri heimilisofbeldismál koma til kasta lögreglu í héraðinu en í öðrum héruðum Kanada. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Fjórir eru látnir og að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í gærkvöldi á tveimur stöðum í smábæ í Norður-Kanada. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur lýst skotárásinni sem verstu martöð hvers foreldris. Árásarmaðurinn er grunaður um að hafa í fyrstu skotið tvo bræður sína til bana á heimili þeirra áður en hann hélt í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði þar sem hann skaut tvo til bana. Lögreglan hefur árásarmanninn í haldi en bæjarstjóri La Loche, Kevin Janvier, staðfesti við blaðamenn að 23 ára gömul dóttir hans, kennari í skólanum, hefði látist í skotárásinni. „Hann skaut tvo bræður sína heima hjá sér áður en hann fór í skólann,“ sagði Janvier. „Ég er svo sorgmæddur.“Marie Janvier, 23, victim in #LaLoche shooting. "I really can't believe it," says cousin. https://t.co/yFSyRmuvqh pic.twitter.com/IRFJRBreJ5— TheStarPhoenix.com (@TheStarPhoenix) January 23, 2016 Nemandi við skólann sagði að hann hefði heyrt marga skothvelli þegar árásin átti sér stað. Í fyrstu var talið að fimm hefðu látist en yfirmaður kanadísku lögreglunnar staðfesti að fjórir hefðu látist og nokkrir særst. Gat hann ekki gefið upp hversu margir hefðu særst í árásinni eða hversu alvarlega þeir hefðu særst. Dene High School er hluti af La Loche Community School og búa um 2.600 manns í bænum. Nemendur skólans eru alls um níu hundruð talsins og átti árásin sér stað í þeim hluta skólans sem er með nemendur í sjöunda bekk og upp í tólfta. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau er staddur í Davos í Sviss en hann ávarpaði fjölmiðlamenn. „Þetta er versta martröð foreldra og það standa allir með íbúum La Loche og Saskatchewan-héraði á þessum erfiða degi,“ sagði Trudeau.Our country's heart is breaking. We grieve with - and stand with - the people of La Loche today. Full statement: https://t.co/tWQAaewlX1— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 23, 2016 Árásin er versta skotárásin í áraraðir í Kanada. Árið 1989 létust 14 manns í skotárás í skóla í Montreal en tíu árum síðar var einn myrtur í skóla í Alberta. Árið 2006 lést einn og 19 særðust í skotárás í skóla í Montreal. Þrjú ár eru síðan yfirvöld í Kanada slökuðu á reglugerðum varðandi byssueign. Sé litið til Kanada í heild eru flestir byssuglæpir framdir í Saskatchwewan-héraði auk þess sem að tvöfalt fleiri heimilisofbeldismál koma til kasta lögreglu í héraðinu en í öðrum héruðum Kanada.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila