Enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn á Spáni Una Sighvatsdóttir skrifar 24. janúar 2016 13:14 Enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn á Spáni, rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram í landinu. Takist ekki að mynda samsteypustjórn þarf að kjósa aftur innan mánaðar. Stjórnarkrísa ríkir enn á Spáni eftir þingkosningarnar sem fram fóru 21. desember síðastliðinn, og lyktuðu með þeim hætti að ríkisstjórnin féll og í fyrsta sinn á lýðveldistímanum fékk enginn einn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta. Frá upphafi var ljóst að stjórnmyndunarumræður myndu reynast erfiðar og það hefur komið á daginn. Hið pólitíska landslag Spánar hefur gjörbreyst því kjósendur höfnuðu tveggja flokka kerfinu, sem verið hefur við lýði í áratugi þar sem Þjóðarflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn bitust um völdin. Þessum gömlu stjórnarflokkum var refsað og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos og frjálslyndi miðjuflokkurinn Ciudadanos. Fyrir vikið eru stjórnmálin í landinu í uppnámi. Hvorki hefur gengið né rekið fyrir flokkana fjóra að mynda samsteypustjórn, sem yrði sú fyrsta í sögu Spánar og mikið vantraust virðist ríkja milli flokkanna. Filippus Spánarkonungur hefur rætt við formenn þeirra hvern af öðrum síðustu vikur og afréð nú fyrir helgi að bjóða sitjandi forsætisráðherra, íhaldsmanninum Mariano Rajoy, fyrstum umboðið til stjórnarmyndunar því þótt Þjóðarflokkur hans hafi tapað miklu fylgi fékk hann engu að síður flest atkvæði, eða rúm 28%. Rajoy hafnaði hins vegar umboðinu og sagðist ekki hafa traust þingsins til þess að mynda ríkisstjórn. Hann hafði áður reynt að mynda þriggja flokka stjórn með Sósíalistaflokknum og borgaraflokknum Ciudadanos, en það rann út í sandinn þegar leiðtogi Sósíalista, Pedro Sanchez, hafnaði samstarfi og sneri sér til Podemos.Rajoy sagði í gær að tilraunir Sósíalistaflokksins til að mynda vinstri stjórn með Podemos væru örvæntingarfullar og varaði við því að þær myndu enda með niðurlægingu Sósíalista. Hann reyndist sannspár því fáum klukkustundum síðar sökuðu Sósíalistar flokksmenn Podemos um að beita kúgunartilburðum í viðræðunum. Leiðtogi Podemos, Pablo Iglesias, hefur sagst vera tilbúin að verða varaforsætisráðherrar í ríkisstjórn með Sósíalistum en samkomulag þeirra á milli virðist ekki í sjónmáli. Spánarkonungur segist nú munu hefja aðra umferð af viðræðum við formenn flokkanna áður en hann gerir aftur tilraun til að veita stjórnarmyndunarumboð. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hafa flokkarnir tvo mánuði frá þingkosningum til að mynda ríkisstjórn. Takist það ekki fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju, en skoðanakannanir sýna að almenningur á Spáni er mótfallinn því að kjósa aftur og vill sjá flokkana mynda samsteypustjórn. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn á Spáni, rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram í landinu. Takist ekki að mynda samsteypustjórn þarf að kjósa aftur innan mánaðar. Stjórnarkrísa ríkir enn á Spáni eftir þingkosningarnar sem fram fóru 21. desember síðastliðinn, og lyktuðu með þeim hætti að ríkisstjórnin féll og í fyrsta sinn á lýðveldistímanum fékk enginn einn stjórnmálaflokkur hreinan meirihluta. Frá upphafi var ljóst að stjórnmyndunarumræður myndu reynast erfiðar og það hefur komið á daginn. Hið pólitíska landslag Spánar hefur gjörbreyst því kjósendur höfnuðu tveggja flokka kerfinu, sem verið hefur við lýði í áratugi þar sem Þjóðarflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn bitust um völdin. Þessum gömlu stjórnarflokkum var refsað og tveir nýir flokkar fengu góða kosningu, róttæki vinstri flokkurinn Podemos og frjálslyndi miðjuflokkurinn Ciudadanos. Fyrir vikið eru stjórnmálin í landinu í uppnámi. Hvorki hefur gengið né rekið fyrir flokkana fjóra að mynda samsteypustjórn, sem yrði sú fyrsta í sögu Spánar og mikið vantraust virðist ríkja milli flokkanna. Filippus Spánarkonungur hefur rætt við formenn þeirra hvern af öðrum síðustu vikur og afréð nú fyrir helgi að bjóða sitjandi forsætisráðherra, íhaldsmanninum Mariano Rajoy, fyrstum umboðið til stjórnarmyndunar því þótt Þjóðarflokkur hans hafi tapað miklu fylgi fékk hann engu að síður flest atkvæði, eða rúm 28%. Rajoy hafnaði hins vegar umboðinu og sagðist ekki hafa traust þingsins til þess að mynda ríkisstjórn. Hann hafði áður reynt að mynda þriggja flokka stjórn með Sósíalistaflokknum og borgaraflokknum Ciudadanos, en það rann út í sandinn þegar leiðtogi Sósíalista, Pedro Sanchez, hafnaði samstarfi og sneri sér til Podemos.Rajoy sagði í gær að tilraunir Sósíalistaflokksins til að mynda vinstri stjórn með Podemos væru örvæntingarfullar og varaði við því að þær myndu enda með niðurlægingu Sósíalista. Hann reyndist sannspár því fáum klukkustundum síðar sökuðu Sósíalistar flokksmenn Podemos um að beita kúgunartilburðum í viðræðunum. Leiðtogi Podemos, Pablo Iglesias, hefur sagst vera tilbúin að verða varaforsætisráðherrar í ríkisstjórn með Sósíalistum en samkomulag þeirra á milli virðist ekki í sjónmáli. Spánarkonungur segist nú munu hefja aðra umferð af viðræðum við formenn flokkanna áður en hann gerir aftur tilraun til að veita stjórnarmyndunarumboð. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hafa flokkarnir tvo mánuði frá þingkosningum til að mynda ríkisstjórn. Takist það ekki fyrir 20. febrúar verður boðað til kosninga að nýju, en skoðanakannanir sýna að almenningur á Spáni er mótfallinn því að kjósa aftur og vill sjá flokkana mynda samsteypustjórn.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira