Leiknir rúllaði yfir KR í A-riðli Reykjaíkurmótsins, en lokatölur urðu 5-1. Lið KR var mest megnis skipað leikmönnum úr öðrum flokki þar sem KR tekur þátt bæði í Reykjavíkurmótinu og Fótbolta.net mótinu.
KR vann í gær 4-2 sigur á ÍA þar sem flestir leikmenn spiluðu og fengu þeir hvíld í dag. Því var meðalaldurinn ekki hár þegar flautað var til leiks í dag.
Kolbeinn Kárason kom Leikni yfir á nítjándu mínútu, en Axel Sigurðarson jafnaði metin mínútu síðar. Kolbeinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark leiksins á 27. mínútu og staðan 2-1 í hálfleik.
Atli Arnarsson bætti við þriðja marki Leiknis á 68. mínútu og Elvar Páll Sigurðsson skoraði tvö áður en yfir lauk. Lokatölur 5-1 sigur Leiknis á ungu strákunum hjá KR.
Leiknir er á toppi riðilsins með sjö stig eftir þrjá leiki, en KR er með þrjú stig eftir þrjá leiki í fjórða sætinu.
Leiknir skellti ungu strákunum hjá KR
Anton Ingi LEifsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
