Óttast mótmæli og loka Tahrir á fimm ára afmæli uppreisnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. janúar 2016 07:00 Byltingartorgsins vandlega gætt svo mótmælendur komist ekki að. vísir/EPA Snemma í gær komu tugir manna saman á Tahrir-torgi í Kaíró og lýstu stuðningi við Abdel Fatta al Sissi forseta og stjórn hans. Mikill viðbúnaður lögreglu og hers var á torginu, ekki vegna þessa hóps heldur af ótta við að þangað kæmi fólk til að mótmæla stjórn Sissis. Allar leiðir inn á torgið voru lokaðar. Á þessu torgi hófst nefnilega fyrir fimm árum uppreisnin mikla, sem varð til þess að Hosni Mubarak, þáverandi forseti, hraktist frá völdum aðeins fáeinum vikum síðar. Uppreisnin á Tahrir-torgi, sem hófst 25. janúar árið 2011, var einn stærsti viðburður arabíska vorsins svonefnda, sem um tíma virtist gefa vonir um miklar lýðræðisbreytingar víða í ríkjum norðanverðrar Afríku og Mið-Austurlanda. Rúmlega ári síðar, í lok júní árið 2012, tók við lýðræðislega kjörin stjórn, sú fyrsta í sögu landsins. Forseti hennar var Muhammed Morsi, einn af forystumönnum Bræðralags múslima, pólitískrar íslamistahreyfingar sem lengst af hefur verið illa séð af stjórnvöldum í Egyptalandi. Þeirri stjórn var steypt af stóli eftir aðeins tæpt ár, í júlí árið 2013, og Morsi forseti hnepptur í fangelsi ásamt þúsundum stuðningsmanna hans. Sissi var í forystu egypska hersins sem steypti Morsi og hefur að miklu leyti tekið upp svipaða stjórnarhætti og hinn illa liðni Mubarak. Stjórnarandstæðingum er ógnað og gagnrýni fær helst ekki að heyrast opinberlega. Í sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöldið sagðist Sissi engu að síður halda í heiðri hugsjónir mótmælendanna á Tahrir-torgi fyrir fimm árum. Hann sagðist líta svo á að stjórnarbyltingin 2013, þegar herinn tók völdin á ný, hefði verið beint framhald af byltingunni 2011, þegar Mubarak hraktist frá völdum. Það hefði bara þurft að rétta stefnuna af. „Egyptaland er í dag ekki sama land og það var í gær,“ sagði Sissi í ávarpinu. „Við erum í sameiningu að byggja upp nútímalegt, þróað og borgaralegt ríki sem hefur í heiðri gildi lýðræðis og frelsis.“ Annars staðar í Egyptalandi reyndu mótmælendur að efna til aðgerða, þar á meðal í borginni Alexandríu. Lögregla rak fólkið strax burt. Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Snemma í gær komu tugir manna saman á Tahrir-torgi í Kaíró og lýstu stuðningi við Abdel Fatta al Sissi forseta og stjórn hans. Mikill viðbúnaður lögreglu og hers var á torginu, ekki vegna þessa hóps heldur af ótta við að þangað kæmi fólk til að mótmæla stjórn Sissis. Allar leiðir inn á torgið voru lokaðar. Á þessu torgi hófst nefnilega fyrir fimm árum uppreisnin mikla, sem varð til þess að Hosni Mubarak, þáverandi forseti, hraktist frá völdum aðeins fáeinum vikum síðar. Uppreisnin á Tahrir-torgi, sem hófst 25. janúar árið 2011, var einn stærsti viðburður arabíska vorsins svonefnda, sem um tíma virtist gefa vonir um miklar lýðræðisbreytingar víða í ríkjum norðanverðrar Afríku og Mið-Austurlanda. Rúmlega ári síðar, í lok júní árið 2012, tók við lýðræðislega kjörin stjórn, sú fyrsta í sögu landsins. Forseti hennar var Muhammed Morsi, einn af forystumönnum Bræðralags múslima, pólitískrar íslamistahreyfingar sem lengst af hefur verið illa séð af stjórnvöldum í Egyptalandi. Þeirri stjórn var steypt af stóli eftir aðeins tæpt ár, í júlí árið 2013, og Morsi forseti hnepptur í fangelsi ásamt þúsundum stuðningsmanna hans. Sissi var í forystu egypska hersins sem steypti Morsi og hefur að miklu leyti tekið upp svipaða stjórnarhætti og hinn illa liðni Mubarak. Stjórnarandstæðingum er ógnað og gagnrýni fær helst ekki að heyrast opinberlega. Í sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöldið sagðist Sissi engu að síður halda í heiðri hugsjónir mótmælendanna á Tahrir-torgi fyrir fimm árum. Hann sagðist líta svo á að stjórnarbyltingin 2013, þegar herinn tók völdin á ný, hefði verið beint framhald af byltingunni 2011, þegar Mubarak hraktist frá völdum. Það hefði bara þurft að rétta stefnuna af. „Egyptaland er í dag ekki sama land og það var í gær,“ sagði Sissi í ávarpinu. „Við erum í sameiningu að byggja upp nútímalegt, þróað og borgaralegt ríki sem hefur í heiðri gildi lýðræðis og frelsis.“ Annars staðar í Egyptalandi reyndu mótmælendur að efna til aðgerða, þar á meðal í borginni Alexandríu. Lögregla rak fólkið strax burt.
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira