Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Kristinn Ingvarsson Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira