Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Kristinn Ingvarsson Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands. Kólumbíumenn spyrja meðal annars hvort börn séu undirbúin sérstaklega fyrir það að vera ættleidd til samkynhneigðs pars. Stjórnarskrárdómstóll í Kólumbíu úrskurðaði í nóvember að ættleiðingarskrifstofur mættu ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Kaþólska kirkjan í Kólumbíu segir með dóminum sé brotið á réttindum barna. „Eins og við lesum í þetta þá er verið að taka einhver skref. Það að þeir séu að spyrja er jákvætt en það segir svo sem ekkert um framhaldið,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Yfirvöld í Kólumbíu sendu fyrirtækinu 450 blaðsíðna drög að nýjum ættleiðingarreglum. Reglurnar eru á spænsku og þýðingu ólokið. Kristinn segir að í samtali við ráðuneytið hafi verið rætt að senda ítarlegt svar um undirbúning ættleiðinga og fræðslu hér á landi. „Það er alveg skýrt að við komum ekki öðruvísi fram við samkynhneigða en gagnkynhneigða.“ Kristinn segist hóflega bjartsýnn að þetta þýði að samkynhneigðir hér á landi geti ættleitt börn á næstunni. „Það er einhver hreyfing í heiminum og ég er bjartsýnn á að innan tíu ára verið það í boði,“ segir hann. Samkvæmt Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, er ekkert sem bendir til þess í bréfinu frá miðstjórnarvaldi Kólumbíu að breytingar séu í burðarliðnum.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira