Um er að ræða gríðarlega stórt sjúkrahús sem heitir Naval Medical Center San Diego. Samkvæmt CNN heimsóttu rúmlega 1,2 milljónir manns sjúkrahúsið árið 2014.
Ekki hefur fengist staðfest að skotárás hafi átt sér stað.
Uppfært 19.00: Herinn segir nú ekkert benda til þess að skotum hafi verið hleypt af og að vitnunum hafi sennilega skjátlast. Svæðið er enn til rannsóknar.