Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Matthildur Sigrúnardóttir og Sigurbjörg Björnsdóttir fara árlega með umbúðir í endurvinnslu. vísir/hanna Stefnt er að því að koma á sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, það er að segja gler- og plastflöskur og dósir. Frá því kerfin voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum Sorpu í Hafnarfirði og á Granda á síðasta ári hefur meira magni af umbúðum verið skilað þangað að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. „Þetta hefur fengið góðar viðtökur. Það hefur verið aukning í skilum síðan þetta var tekið í notkun,“ segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur nýja kerfið krefjast minna af þeim sem skila sem og af starfsmönnum. Vélin les strikamerki á umbúðum. Það eina sem sá sem skilar þurfi að hugsa um sé að halda umbúðunum heilum.Þórhildur Þorleifsdóttir gerir allt sem hún getur til að stuðla að endurvinnslu.vísir/hannaÞórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrum þingmaður Kvennalistans, var á endurvinnslustöð Sorpu á Granda í gær að skila dósum og flöskum. „Ég geri allt sem ég get til að stuðla að aukinni endurvinnslu og reyni að draga úr notkun einnota umbúða,“ segir Þórhildur. Að sögn Þórhildar vandist hún á að flokka alls konar rusl þegar hún bjó um skeið í Þýskalandi. „Svo reyndi ég að halda því áfram þegar heim var komið, þótt manni sé ekki alltaf auðveldað það,“ segir Þórhildur. „Maður hefur stundum þurft að standa úti í rigningu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þá hefur maður verið nærri því að fara og segja endurvinnslunni að eiga þetta bara.“ Vinkonurnar Sigurbjörg Björnsdóttir og Matthildur Sigrúnardóttir voru einnig í Sorpu að skila umbúðum. Þær segjast skila einu sinni á ári þegar flöskurnar og dósirnar hafa safnast upp. Þá nýta þær búbótina í að kaupa sér eitthvað skemmtilegt en nú fást sextán krónur á hverja einingu. „Við erum tiltölulega nýfluttar inn saman og það er fínt að fara svona saman fjölskyldan og skila,“ segir Sigurbjörg. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Stefnt er að því að koma á sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, það er að segja gler- og plastflöskur og dósir. Frá því kerfin voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum Sorpu í Hafnarfirði og á Granda á síðasta ári hefur meira magni af umbúðum verið skilað þangað að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. „Þetta hefur fengið góðar viðtökur. Það hefur verið aukning í skilum síðan þetta var tekið í notkun,“ segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur nýja kerfið krefjast minna af þeim sem skila sem og af starfsmönnum. Vélin les strikamerki á umbúðum. Það eina sem sá sem skilar þurfi að hugsa um sé að halda umbúðunum heilum.Þórhildur Þorleifsdóttir gerir allt sem hún getur til að stuðla að endurvinnslu.vísir/hannaÞórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrum þingmaður Kvennalistans, var á endurvinnslustöð Sorpu á Granda í gær að skila dósum og flöskum. „Ég geri allt sem ég get til að stuðla að aukinni endurvinnslu og reyni að draga úr notkun einnota umbúða,“ segir Þórhildur. Að sögn Þórhildar vandist hún á að flokka alls konar rusl þegar hún bjó um skeið í Þýskalandi. „Svo reyndi ég að halda því áfram þegar heim var komið, þótt manni sé ekki alltaf auðveldað það,“ segir Þórhildur. „Maður hefur stundum þurft að standa úti í rigningu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þá hefur maður verið nærri því að fara og segja endurvinnslunni að eiga þetta bara.“ Vinkonurnar Sigurbjörg Björnsdóttir og Matthildur Sigrúnardóttir voru einnig í Sorpu að skila umbúðum. Þær segjast skila einu sinni á ári þegar flöskurnar og dósirnar hafa safnast upp. Þá nýta þær búbótina í að kaupa sér eitthvað skemmtilegt en nú fást sextán krónur á hverja einingu. „Við erum tiltölulega nýfluttar inn saman og það er fínt að fara svona saman fjölskyldan og skila,“ segir Sigurbjörg.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira