Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Matthildur Sigrúnardóttir og Sigurbjörg Björnsdóttir fara árlega með umbúðir í endurvinnslu. vísir/hanna Stefnt er að því að koma á sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, það er að segja gler- og plastflöskur og dósir. Frá því kerfin voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum Sorpu í Hafnarfirði og á Granda á síðasta ári hefur meira magni af umbúðum verið skilað þangað að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. „Þetta hefur fengið góðar viðtökur. Það hefur verið aukning í skilum síðan þetta var tekið í notkun,“ segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur nýja kerfið krefjast minna af þeim sem skila sem og af starfsmönnum. Vélin les strikamerki á umbúðum. Það eina sem sá sem skilar þurfi að hugsa um sé að halda umbúðunum heilum.Þórhildur Þorleifsdóttir gerir allt sem hún getur til að stuðla að endurvinnslu.vísir/hannaÞórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrum þingmaður Kvennalistans, var á endurvinnslustöð Sorpu á Granda í gær að skila dósum og flöskum. „Ég geri allt sem ég get til að stuðla að aukinni endurvinnslu og reyni að draga úr notkun einnota umbúða,“ segir Þórhildur. Að sögn Þórhildar vandist hún á að flokka alls konar rusl þegar hún bjó um skeið í Þýskalandi. „Svo reyndi ég að halda því áfram þegar heim var komið, þótt manni sé ekki alltaf auðveldað það,“ segir Þórhildur. „Maður hefur stundum þurft að standa úti í rigningu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þá hefur maður verið nærri því að fara og segja endurvinnslunni að eiga þetta bara.“ Vinkonurnar Sigurbjörg Björnsdóttir og Matthildur Sigrúnardóttir voru einnig í Sorpu að skila umbúðum. Þær segjast skila einu sinni á ári þegar flöskurnar og dósirnar hafa safnast upp. Þá nýta þær búbótina í að kaupa sér eitthvað skemmtilegt en nú fást sextán krónur á hverja einingu. „Við erum tiltölulega nýfluttar inn saman og það er fínt að fara svona saman fjölskyldan og skila,“ segir Sigurbjörg. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Stefnt er að því að koma á sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, það er að segja gler- og plastflöskur og dósir. Frá því kerfin voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum Sorpu í Hafnarfirði og á Granda á síðasta ári hefur meira magni af umbúðum verið skilað þangað að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. „Þetta hefur fengið góðar viðtökur. Það hefur verið aukning í skilum síðan þetta var tekið í notkun,“ segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur nýja kerfið krefjast minna af þeim sem skila sem og af starfsmönnum. Vélin les strikamerki á umbúðum. Það eina sem sá sem skilar þurfi að hugsa um sé að halda umbúðunum heilum.Þórhildur Þorleifsdóttir gerir allt sem hún getur til að stuðla að endurvinnslu.vísir/hannaÞórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrum þingmaður Kvennalistans, var á endurvinnslustöð Sorpu á Granda í gær að skila dósum og flöskum. „Ég geri allt sem ég get til að stuðla að aukinni endurvinnslu og reyni að draga úr notkun einnota umbúða,“ segir Þórhildur. Að sögn Þórhildar vandist hún á að flokka alls konar rusl þegar hún bjó um skeið í Þýskalandi. „Svo reyndi ég að halda því áfram þegar heim var komið, þótt manni sé ekki alltaf auðveldað það,“ segir Þórhildur. „Maður hefur stundum þurft að standa úti í rigningu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þá hefur maður verið nærri því að fara og segja endurvinnslunni að eiga þetta bara.“ Vinkonurnar Sigurbjörg Björnsdóttir og Matthildur Sigrúnardóttir voru einnig í Sorpu að skila umbúðum. Þær segjast skila einu sinni á ári þegar flöskurnar og dósirnar hafa safnast upp. Þá nýta þær búbótina í að kaupa sér eitthvað skemmtilegt en nú fást sextán krónur á hverja einingu. „Við erum tiltölulega nýfluttar inn saman og það er fínt að fara svona saman fjölskyldan og skila,“ segir Sigurbjörg.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira