Stefna að sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum stöðvum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Matthildur Sigrúnardóttir og Sigurbjörg Björnsdóttir fara árlega með umbúðir í endurvinnslu. vísir/hanna Stefnt er að því að koma á sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, það er að segja gler- og plastflöskur og dósir. Frá því kerfin voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum Sorpu í Hafnarfirði og á Granda á síðasta ári hefur meira magni af umbúðum verið skilað þangað að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. „Þetta hefur fengið góðar viðtökur. Það hefur verið aukning í skilum síðan þetta var tekið í notkun,“ segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur nýja kerfið krefjast minna af þeim sem skila sem og af starfsmönnum. Vélin les strikamerki á umbúðum. Það eina sem sá sem skilar þurfi að hugsa um sé að halda umbúðunum heilum.Þórhildur Þorleifsdóttir gerir allt sem hún getur til að stuðla að endurvinnslu.vísir/hannaÞórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrum þingmaður Kvennalistans, var á endurvinnslustöð Sorpu á Granda í gær að skila dósum og flöskum. „Ég geri allt sem ég get til að stuðla að aukinni endurvinnslu og reyni að draga úr notkun einnota umbúða,“ segir Þórhildur. Að sögn Þórhildar vandist hún á að flokka alls konar rusl þegar hún bjó um skeið í Þýskalandi. „Svo reyndi ég að halda því áfram þegar heim var komið, þótt manni sé ekki alltaf auðveldað það,“ segir Þórhildur. „Maður hefur stundum þurft að standa úti í rigningu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þá hefur maður verið nærri því að fara og segja endurvinnslunni að eiga þetta bara.“ Vinkonurnar Sigurbjörg Björnsdóttir og Matthildur Sigrúnardóttir voru einnig í Sorpu að skila umbúðum. Þær segjast skila einu sinni á ári þegar flöskurnar og dósirnar hafa safnast upp. Þá nýta þær búbótina í að kaupa sér eitthvað skemmtilegt en nú fást sextán krónur á hverja einingu. „Við erum tiltölulega nýfluttar inn saman og það er fínt að fara svona saman fjölskyldan og skila,“ segir Sigurbjörg. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Stefnt er að því að koma á sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, það er að segja gler- og plastflöskur og dósir. Frá því kerfin voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum Sorpu í Hafnarfirði og á Granda á síðasta ári hefur meira magni af umbúðum verið skilað þangað að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. „Þetta hefur fengið góðar viðtökur. Það hefur verið aukning í skilum síðan þetta var tekið í notkun,“ segir Guðmundur. Þá segir Guðmundur nýja kerfið krefjast minna af þeim sem skila sem og af starfsmönnum. Vélin les strikamerki á umbúðum. Það eina sem sá sem skilar þurfi að hugsa um sé að halda umbúðunum heilum.Þórhildur Þorleifsdóttir gerir allt sem hún getur til að stuðla að endurvinnslu.vísir/hannaÞórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrum þingmaður Kvennalistans, var á endurvinnslustöð Sorpu á Granda í gær að skila dósum og flöskum. „Ég geri allt sem ég get til að stuðla að aukinni endurvinnslu og reyni að draga úr notkun einnota umbúða,“ segir Þórhildur. Að sögn Þórhildar vandist hún á að flokka alls konar rusl þegar hún bjó um skeið í Þýskalandi. „Svo reyndi ég að halda því áfram þegar heim var komið, þótt manni sé ekki alltaf auðveldað það,“ segir Þórhildur. „Maður hefur stundum þurft að standa úti í rigningu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þá hefur maður verið nærri því að fara og segja endurvinnslunni að eiga þetta bara.“ Vinkonurnar Sigurbjörg Björnsdóttir og Matthildur Sigrúnardóttir voru einnig í Sorpu að skila umbúðum. Þær segjast skila einu sinni á ári þegar flöskurnar og dósirnar hafa safnast upp. Þá nýta þær búbótina í að kaupa sér eitthvað skemmtilegt en nú fást sextán krónur á hverja einingu. „Við erum tiltölulega nýfluttar inn saman og það er fínt að fara svona saman fjölskyldan og skila,“ segir Sigurbjörg.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira