Berjast við ströng lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. janúar 2016 07:00 Gaye Edward og Sorcha Tunney eru hingað komnar til að vekja athygli á herferð Amnesty International fyrir breytingum á fóstureyðingalöggjöf Írlands. vísir/ernir Fyrir fimmtán árum komst Gaye Edward að því, við reglubundna skoðun á 20. viku meðgöngu, að barnið sem hún bar undir belti væri með alvarlegan fósturgalla. Það myndi deyja stuttu eftir fæðinguna. „Ég var tekin afsíðis og mér tjáð að fóstrið væri með galla sem heitir anencephaly, sem ég hafði aldrei heyrt um, en það er einn alvarlegasti fósturgalli sem til er,“ segir hún. Anencephaly felst í því að hluta heilans vantar í fóstrið. Fóstureyðing kom hins vegar ekki til greina, þar sem Edward er írsk og írsk lög um fóstureyðingar eru afdráttarlaus, strangari en í öðrum Evrópulöndum og strangari en víðast hvar í heiminum. Engar fóstureyðingar má gera nema líf móðurinnar sé í hættu. „Eina aðstoðin sem okkur bauðst var að það yrði vel hugsað um mig það sem eftir lifði meðgöngunnar,“ segir Edward. Hún fór því að líta í kringum sig og endaði á að fara til Bretlands, þar sem fóstureyðingar eru löglegar. Hún er hingað komin á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International til að vekja athygli á ástandinu á Írlandi. Með í för er Sorcha Tunney, sem er aðgerðastjóri Amnesty International á Írlandi. Í gærkvöld voru þær viðstaddar sýningu á heimildarmynd í Regnboganum, þar sem Edward og fleiri írskar konur skýra frá reynslu sinni. Myndina gerði Camilla Hamet, sem einnig er með í Íslandsferðinni. „Gaye er augljóslega ekki eina konan sem hefur þurft að takast á við þetta,“ segir Tunney. „Á hverjum einasta degi lenda tíu til tuttugu konur í þessu, þannig að við erum með eitthvað um 150 þúsund konur sem hafa reynslu af þessu. Þeim hefur liðið eins og glæpamönnum. Þetta er erfið ákvörðun og konan á ekki að þurfa að sitja ein uppi með hana.“ Þær Edward og Tunney eru hins vegar bjartsýnar á að breytingar séu í nánd. „Staðan er sú að þjóðin er reiðubúin og stjórnmálamenn eru líka reiðubúnir, tel ég vera, en það eina sem vantar er að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni,“ segir Tunney. „Það sem stendur í veginum er stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt fósturs í móðurkviði til lífs. Það er ekki hægt að breyta lögum um þetta nema breyta stjórnarskránni fyrst, þannig að nú stendur það upp á ríkisstjórnina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hún segir að þjóðaratkvæðagreiðsla á síðasta ári um réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband, þar sem yfirgnæfandi meirihluti samþykkti það, sýni ótvírætt að viðhorfsbreyting sé að verða á Írlandi í málefnum, sem hingað til hefur þótt erfitt að ræða um. „Þegar litið verður til baka þá tel ég að margt sé nú að gerast sem stuðlar að breytingum. Sérstaklega munar þar um það að konur stígi fram og ræði reynslu sína,“ segir Edward. „Þetta eru svo margar konur að þetta hlýtur að snerta hverja einustu fjölskyldu á Írlandi. En fólk veit það bara ekki vegna þess að það hefur ekkert verið talað um þetta.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Fyrir fimmtán árum komst Gaye Edward að því, við reglubundna skoðun á 20. viku meðgöngu, að barnið sem hún bar undir belti væri með alvarlegan fósturgalla. Það myndi deyja stuttu eftir fæðinguna. „Ég var tekin afsíðis og mér tjáð að fóstrið væri með galla sem heitir anencephaly, sem ég hafði aldrei heyrt um, en það er einn alvarlegasti fósturgalli sem til er,“ segir hún. Anencephaly felst í því að hluta heilans vantar í fóstrið. Fóstureyðing kom hins vegar ekki til greina, þar sem Edward er írsk og írsk lög um fóstureyðingar eru afdráttarlaus, strangari en í öðrum Evrópulöndum og strangari en víðast hvar í heiminum. Engar fóstureyðingar má gera nema líf móðurinnar sé í hættu. „Eina aðstoðin sem okkur bauðst var að það yrði vel hugsað um mig það sem eftir lifði meðgöngunnar,“ segir Edward. Hún fór því að líta í kringum sig og endaði á að fara til Bretlands, þar sem fóstureyðingar eru löglegar. Hún er hingað komin á vegum mannréttindasamtakanna Amnesty International til að vekja athygli á ástandinu á Írlandi. Með í för er Sorcha Tunney, sem er aðgerðastjóri Amnesty International á Írlandi. Í gærkvöld voru þær viðstaddar sýningu á heimildarmynd í Regnboganum, þar sem Edward og fleiri írskar konur skýra frá reynslu sinni. Myndina gerði Camilla Hamet, sem einnig er með í Íslandsferðinni. „Gaye er augljóslega ekki eina konan sem hefur þurft að takast á við þetta,“ segir Tunney. „Á hverjum einasta degi lenda tíu til tuttugu konur í þessu, þannig að við erum með eitthvað um 150 þúsund konur sem hafa reynslu af þessu. Þeim hefur liðið eins og glæpamönnum. Þetta er erfið ákvörðun og konan á ekki að þurfa að sitja ein uppi með hana.“ Þær Edward og Tunney eru hins vegar bjartsýnar á að breytingar séu í nánd. „Staðan er sú að þjóðin er reiðubúin og stjórnmálamenn eru líka reiðubúnir, tel ég vera, en það eina sem vantar er að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni,“ segir Tunney. „Það sem stendur í veginum er stjórnarskrárákvæði um jafnan rétt fósturs í móðurkviði til lífs. Það er ekki hægt að breyta lögum um þetta nema breyta stjórnarskránni fyrst, þannig að nú stendur það upp á ríkisstjórnina að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hún segir að þjóðaratkvæðagreiðsla á síðasta ári um réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband, þar sem yfirgnæfandi meirihluti samþykkti það, sýni ótvírætt að viðhorfsbreyting sé að verða á Írlandi í málefnum, sem hingað til hefur þótt erfitt að ræða um. „Þegar litið verður til baka þá tel ég að margt sé nú að gerast sem stuðlar að breytingum. Sérstaklega munar þar um það að konur stígi fram og ræði reynslu sína,“ segir Edward. „Þetta eru svo margar konur að þetta hlýtur að snerta hverja einustu fjölskyldu á Írlandi. En fólk veit það bara ekki vegna þess að það hefur ekkert verið talað um þetta.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila