Eiður Smári Guðjohnsen verður fyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Finnlandi í æfingaleik í Abú Dabí í dag.
Þetta er fyrri æfingaleikurinn af tveimur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en Ísland mætir heimamönnum á laugardaginn.
Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag og er Eiður Smári á miðjunni með Rúnari Má Sigurjónssyni í leikkerfinu 4-4-2.
Garðar Gunnlaugsson og Viðar Örn Kjartansson spila í fremstu víglínu og þá er Gunnleifur Gunleifsson í markinu.
Byrjunarliðið er þannig skipað en leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag:
Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson
Hægri bakvörður: Haukur Heiðar Hauksson
Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen
Miðjumenn: Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Rúnar Már Sigurjónsson
Hægri kantmaður: Theodór Elmar Bjarnason
Vinstri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason
Framherjar: Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Viðar Örn Kjartansson
Eiður Smári fyrirliði gegn Finnlandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn





Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn