Telja þörf á meiri og dýpri umræðu um líknardráp hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 09:15 Það kemur hvorki yfirlækni líknardeildar Landspítalans né formanni Siðfræðistofnunar HÍ á óvart að meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar kveðst hlynntur líknardrápi. mynd/getty/siðmennt Niðurstöður könnunar Siðmenntar varðandi viðhorf Íslendinga til líknandi dauða, eða líknardráp, sem kynntar voru á miðvikudaginn hafa vakið nokkra athygli. Þær sýna að þrír af hverjum fjórum aðspurðra eru hlynntir því að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi, en aðeins um 7 prósent eru því andvíg. Haft var eftir að Bjarna Jónssyni, framkvæmdastjóra Siðmenntar í Fréttablaðinu í gær, að þessi afgerandi niðurstaða hafi komið honum á óvart. Hún kemur hins vegar þeim Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni á líknardeild Landspítala, og Salvöru Nordal, forstöðumanni Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, ekki í opna skjöldu. „Það sem er svo merkilegt er að þær erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar í gegnum árin sýna að því fjær sem þú ert dauðanum því ákveðnari skoðanir hefurðu á líknardrápi. Því veikari sem þú ert því minni skoðanir hefurðu á því. Lífið verður dýrmætar og lífslöngunin verður mjög sterk,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. Þá segir hún það afar sjaldgæft að fólk sem sé í líknandi meðferð á Landspítalanum óski eftir líknardrápi.Sjaldgæfara en fólk heldur að sjúklingar vilji binda endi á líf sitt „Þessi hugsun kemur auðvitað alltaf upp, hvort það væri ekki bara best að hverfa núna, og það er ekki óalgengt að taka þessa umræðu við sjúklinga. Samt sem áður heldur einstaklingur fast í lífið þegar hann er orðinn veikur. En það er miklu sjaldgæfara en fólk heldur að sjúklingar vilji binda endi á líf sitt með aðstoð því oftast er hægt að gera ýmislegt til að bæta líðan þeirra og lina þjáningar.“ Þá segir Valgerður að sér finnist vanta dýpri umræðu í samfélaginu um líknardráp. „Þessi umræða hefur hvorki átt sér stað innan samfélagsins né innan heilbrigiðiskerfisins og þetta er ekki umræða sem við erum að taka upp. Við erum auðvitað í þessu starfi til þess að sinna einstaklingum og hjálpa þeim og lina þjáningar þeirra. Þetta er því að mörgu leyti gagnstætt okkar siðareglum innan heilbrigðisþjónustunnar, að aðstoða einhvern við að stytta líf sitt.“Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.vísir/gvaGæti orðið vandasamt að innleiða líknardráp inn í heilbrigðisþjónustuna Salvör Nordal tekur undir að umræðan í samfélaginu um líknardráp hafi ekki verið mikil. „Maður hefur þó skynjað vaxandi áhuga á þessu efni og það er skiljanlegt. Við hræðumst að verða gömul og takast á við erfiða sjúkdóma. Það er því ekki skrýtið að áhuginn fari vaxandi og þessi niðurstaða úr könnuninni kemur mér ekki á óvart,“ segir Salvör í samtali við Vísi. Hún segir líknardráp vera mjög flókið siðferðilegt álitaefni. Þó sé það svo að geti oft verið siðferðilega verjandi að deyða fólk sem glími við ólæknandi sjúkdóma vilji viðkomandi það.Þarf strangar reglur og mikið eftirlit með líknardrápi verði það leyft „Helstu álitaefnin eru þau að það getur orðið vandasamt að innleiða þetta inn í heilbrigðisþjónustu og það hefur verið almenn andstaða við þetta á meðal lækna bæði hérlendis og erlendis. Þetta er mjög umdeilt og það er auðvitað þannig að hér á Íslandi höfum við þróað líknandi meðferð sem er mikilvægur valkostur fyrir fólk í þessari stöðu,“ segir Salvör. Þá segir hún það augljóst að það þurfi að setja strangar reglur og hafa mikið eftirlit með líknardrápi verði það leyft. Einnig þurfi það að liggja alveg fyrir að viðkomandi vilji raunverulega deyja. „Eins og þetta er praktíserað í Hollandi þá þarf viðkomandi að vera með fullri rænu og hæfur til þess að taka ákvörðun um þetta. Það þarf að vera ljóst að ekki sé verið að þvinga neinn. Þess vegna á þetta til að mynda ekki við um Alzheimer-sjúklinga eða börn undir 18 ára aldri. Belgar hafa reyndar víkkað þetta út og leyfa nú líknardráp barna en það er afar umdeilt,“ segir Salvör.Ber stundum á hugtakaruglingi í umræðunni Í spurningu Siðmenntar var talað um líknandi dauða en Salvör segir að þegar hún sé að kenni efni tengt þessu þá tali hún um líknardráp. „Það ber stundum svolítið á hugtakaruglingi í þessari umræðu en ég tel mikilvægt að draga skýr mörk. Líknardráp er það sem við bönnum, þegar viðkomandi fær lyf til að deyja. Mörgum finnst þetta hins vegar óþægilegt orð og vilja tala um líknardeyðingu eða líknandi dauða. Það er samt einfaldlega þannig að þetta er einfaldlega manndráp þó að þetta sé með vilja viðkomandi.“ Hún segir þörf á að rannsaka málið betur og segir Siðfræðistofnun hafa hug á því. Þá telur Salvör að mikil ástæða sé til að gera dýpri rannsókn á skoðunum Íslendinga varðandi líknardráp. „Það er gott að fá þessa könnun frá Siðmennt, hún hreyfir við okkur en það þarf að vinna áfram með þetta og skoða málið frá fleiri hliðum.“ Tengdar fréttir Nánast óheyrt að fólk biðji um líknardráp Þess eru dæmi að Íslendingar hafi farið til Evrópu til að fá aðstoð læknis við sjálfsvíg vegna ólæknandi sjúkdóms. Þó er nánast óheyrt að sjúklingar óski sér líknardráps. Yfirlæknir á líknardeild segir vanta umræðu um þessi málefni. 14. janúar 2016 20:00 Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00 Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Niðurstöður könnunar Siðmenntar varðandi viðhorf Íslendinga til líknandi dauða, eða líknardráp, sem kynntar voru á miðvikudaginn hafa vakið nokkra athygli. Þær sýna að þrír af hverjum fjórum aðspurðra eru hlynntir því að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi, en aðeins um 7 prósent eru því andvíg. Haft var eftir að Bjarna Jónssyni, framkvæmdastjóra Siðmenntar í Fréttablaðinu í gær, að þessi afgerandi niðurstaða hafi komið honum á óvart. Hún kemur hins vegar þeim Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni á líknardeild Landspítala, og Salvöru Nordal, forstöðumanni Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, ekki í opna skjöldu. „Það sem er svo merkilegt er að þær erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar í gegnum árin sýna að því fjær sem þú ert dauðanum því ákveðnari skoðanir hefurðu á líknardrápi. Því veikari sem þú ert því minni skoðanir hefurðu á því. Lífið verður dýrmætar og lífslöngunin verður mjög sterk,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. Þá segir hún það afar sjaldgæft að fólk sem sé í líknandi meðferð á Landspítalanum óski eftir líknardrápi.Sjaldgæfara en fólk heldur að sjúklingar vilji binda endi á líf sitt „Þessi hugsun kemur auðvitað alltaf upp, hvort það væri ekki bara best að hverfa núna, og það er ekki óalgengt að taka þessa umræðu við sjúklinga. Samt sem áður heldur einstaklingur fast í lífið þegar hann er orðinn veikur. En það er miklu sjaldgæfara en fólk heldur að sjúklingar vilji binda endi á líf sitt með aðstoð því oftast er hægt að gera ýmislegt til að bæta líðan þeirra og lina þjáningar.“ Þá segir Valgerður að sér finnist vanta dýpri umræðu í samfélaginu um líknardráp. „Þessi umræða hefur hvorki átt sér stað innan samfélagsins né innan heilbrigiðiskerfisins og þetta er ekki umræða sem við erum að taka upp. Við erum auðvitað í þessu starfi til þess að sinna einstaklingum og hjálpa þeim og lina þjáningar þeirra. Þetta er því að mörgu leyti gagnstætt okkar siðareglum innan heilbrigðisþjónustunnar, að aðstoða einhvern við að stytta líf sitt.“Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.vísir/gvaGæti orðið vandasamt að innleiða líknardráp inn í heilbrigðisþjónustuna Salvör Nordal tekur undir að umræðan í samfélaginu um líknardráp hafi ekki verið mikil. „Maður hefur þó skynjað vaxandi áhuga á þessu efni og það er skiljanlegt. Við hræðumst að verða gömul og takast á við erfiða sjúkdóma. Það er því ekki skrýtið að áhuginn fari vaxandi og þessi niðurstaða úr könnuninni kemur mér ekki á óvart,“ segir Salvör í samtali við Vísi. Hún segir líknardráp vera mjög flókið siðferðilegt álitaefni. Þó sé það svo að geti oft verið siðferðilega verjandi að deyða fólk sem glími við ólæknandi sjúkdóma vilji viðkomandi það.Þarf strangar reglur og mikið eftirlit með líknardrápi verði það leyft „Helstu álitaefnin eru þau að það getur orðið vandasamt að innleiða þetta inn í heilbrigðisþjónustu og það hefur verið almenn andstaða við þetta á meðal lækna bæði hérlendis og erlendis. Þetta er mjög umdeilt og það er auðvitað þannig að hér á Íslandi höfum við þróað líknandi meðferð sem er mikilvægur valkostur fyrir fólk í þessari stöðu,“ segir Salvör. Þá segir hún það augljóst að það þurfi að setja strangar reglur og hafa mikið eftirlit með líknardrápi verði það leyft. Einnig þurfi það að liggja alveg fyrir að viðkomandi vilji raunverulega deyja. „Eins og þetta er praktíserað í Hollandi þá þarf viðkomandi að vera með fullri rænu og hæfur til þess að taka ákvörðun um þetta. Það þarf að vera ljóst að ekki sé verið að þvinga neinn. Þess vegna á þetta til að mynda ekki við um Alzheimer-sjúklinga eða börn undir 18 ára aldri. Belgar hafa reyndar víkkað þetta út og leyfa nú líknardráp barna en það er afar umdeilt,“ segir Salvör.Ber stundum á hugtakaruglingi í umræðunni Í spurningu Siðmenntar var talað um líknandi dauða en Salvör segir að þegar hún sé að kenni efni tengt þessu þá tali hún um líknardráp. „Það ber stundum svolítið á hugtakaruglingi í þessari umræðu en ég tel mikilvægt að draga skýr mörk. Líknardráp er það sem við bönnum, þegar viðkomandi fær lyf til að deyja. Mörgum finnst þetta hins vegar óþægilegt orð og vilja tala um líknardeyðingu eða líknandi dauða. Það er samt einfaldlega þannig að þetta er einfaldlega manndráp þó að þetta sé með vilja viðkomandi.“ Hún segir þörf á að rannsaka málið betur og segir Siðfræðistofnun hafa hug á því. Þá telur Salvör að mikil ástæða sé til að gera dýpri rannsókn á skoðunum Íslendinga varðandi líknardráp. „Það er gott að fá þessa könnun frá Siðmennt, hún hreyfir við okkur en það þarf að vinna áfram með þetta og skoða málið frá fleiri hliðum.“
Tengdar fréttir Nánast óheyrt að fólk biðji um líknardráp Þess eru dæmi að Íslendingar hafi farið til Evrópu til að fá aðstoð læknis við sjálfsvíg vegna ólæknandi sjúkdóms. Þó er nánast óheyrt að sjúklingar óski sér líknardráps. Yfirlæknir á líknardeild segir vanta umræðu um þessi málefni. 14. janúar 2016 20:00 Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00 Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Nánast óheyrt að fólk biðji um líknardráp Þess eru dæmi að Íslendingar hafi farið til Evrópu til að fá aðstoð læknis við sjálfsvíg vegna ólæknandi sjúkdóms. Þó er nánast óheyrt að sjúklingar óski sér líknardráps. Yfirlæknir á líknardeild segir vanta umræðu um þessi málefni. 14. janúar 2016 20:00
Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00
Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00