Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði leikmönnum liðsins eftir frækinn 2-1 sigur á Watford í dag en hann var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna eftir að hafa lent undir.
Manchester City hafði ekki unnið leik á útivelli í ensku úrvalsdeildinni frá 12. september og lenti 0-1 undir á upphafsmínútum seinni hálfleiksins eftir sjálfsmark Aleksandar Kolorov.
Leikmönnum Manchester City tókst að snúa leiknum sér í hag með tveimur mörkum á seinustu tíu mínútum leiksins en með sigrinum náðu þeir að saxa á forskot Arsenal og Leicester á toppi deildarinnar.
„Það býr mikið í þessu liði, strákarnir gáfust aldrei upp og höfðu alltaf trú á því að við gætum skorað. Við tókumáhættur í stöðunni 0-1 því við þurftum á þremur stigum að halda í kvöld,“ sagði Pellegrini og bætti við:
„Þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati, við áttum fleiri marktilraunir og vorum mun meira með boltann í leiknum. Það er jákvætt að hafa loksins unnið leik á útivelli og núna þurfum við ekkert að hugsa út í það. Við getum bara einblínt á einn leik í einu.“
Pellegrini: Þetta var verðskuldaður sigur

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti

Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla
Íslenski boltinn


