Innlent

Hlemmur áfram opinn fyrir farþega Strætó

Bjarki Ármannsson skrifar
Hlemmur hefur lengi verið miðpunktur almenningssamganga í Reykjavík.
Hlemmur hefur lengi verið miðpunktur almenningssamganga í Reykjavík. Vísir/Anton

Hlemmur verður áfram opinn fyrir farþega Strætó nú eftir áramót og hugað verður að aðstöðu fyrir farþega sem bíða á meðan framkvæmdir standa yfir í vor. Þetta segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Sem kunnugt er, munu miklar breytingar eiga sér stað á Hlemmi á næstu vikum og mánuðum. Reykjavíkurborg tók við rekstrinum þann 1. janúar og stendur til að opna þar matarmarkað næsta sumar. Framkvæmdir vegna markaðarins eiga að hefjast í apríl.

Strætó hefur sagt upp leigu sinni á húsinu og flytur alla farmiðasölu sína í verslun 10/11 við Laugaveg 116. Þá hefur þetta í för með sér að rekstraraðilum sjoppunnar á Hlemmi og Passamynda er vísað burt.

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó frá því í október átti Hlemmur að loka alfarið um áramótin og óttuðust margir að farþegar og aðrir myndu ekki geta átt þar skjól í vondum veðrum.

„Farþegar strætó munu eins og aðrir njóta góðs af fjölbreyttri og nýrri þjónustu,“ segir í fréttinni á vef Reykjavíkurborgar. „Fjöldi aðila mun bjóða upp á mat sem hægt verður að neyta á staðnum eða taka með sér.“


Tengdar fréttir

Strætóbílstjórar vilja vera áfram á Hlemmi

Flestum rekstraraðilum á Hlemmi verður gert að yfirgefa húsið vegna endurskipulagningar. Strætóbílstjórar hafa verið með kaffistofu á Hlemmi í tugi ára, en þeir eru ósáttir við breytingarnar og segjast engar upplýsingar fá um framhaldið.

Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára

Hlemmi verður lokað í vetur og rekstraraðilum vísað burt. Eigandi sjoppu á torginu er ósáttur við að fá engin svör frá Reykjavíkurborg um það hvort hann fái að halda áfram rekstri eftir endurbætur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.