Stjórnmálamaður ársins ætlar aftur fram í næstu kosningum Una Sighvatsdóttir skrifar 3. janúar 2016 13:15 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11
Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16
Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00
Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22
Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12