Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. desember 2015 22:11 Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. vísir/ernir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til á Alþingi í kvöld að bjalla forseta Alþingis yrði fjarlægð úr þingsal. Hann sagði harkalegan og sífelldan bjölluhljóminn hafa áhrif á hljóðgæði og almenna hlustun, og vill að fundin verði önnur lausn. Aðrir þingmenn sögðust sjálfir orðnir þreyttir á klukknahljómnum. „Stundum sit ég heima hjá mér og er að hlusta á umræður sem ég hef hlustað á hér í sal og ég hreinlega nenni því ekki vegna þess að þetta verður óþolandi með tímanum,“ sagði Helgi. „Við hljótum að geta fundið leið sem kemur ekki eins mikið niður á hljóðgæðum í útsendingu og sér í lagi vil ég stinga upp á því að ef ekki er hægt að breyta verklagi hér eða reglum að þá verði fundin einhver tæknileg lausn sem síar út þetta hljóð þannig að það lendi ekki í vefupptökunni. Það er ekki hægt að hlusta á ræður hér þegar sífellt er verið að berja harkalega í bjölluna.“Leggur til að Valgerður fylgist betur með hvernig aðrir klingja bjöllunni Helgi tók svo til orða eftir að Valgerður Gunnarsdóttir, 3. varaforseti Alþingis, sló ítrekað í bjölluna þegar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var komin fram yfir sinn ræðutíma. Katrín baðst afsökunar en sagðist hafa þurft að klára sína setningu. „Það hjálpaði alls ekki að ljúka því sem hraðast að fá þennan harða bjölluhljóm í eyrað. En það eru fjölmargir forsetar hér sem hafa náð ágætis tökum á því að láta hana hljóma dálítið fagurlega með því að klingja létt í hana, þannig að þú finnir fyrir henni en án þess að henni sé beinlínis lamið í eyrað á þér. Það er kannski eitthvað sem menn ættu að hlusta á og fylgjast með hvernig hinir gera þetta og ná einhverri samstöðu í það,“ sagði Katrín.Vill að mönnum sé frekar vísað úr sal Samflokksmaður Katrínar, Össur Skarphéðinsson, tók upp hanskann fyrir Valgerði en var þó ekki ósammála því að bjallan fengi að víkja. Öllu heldur vill hann að forseta Alþingis verði veitt það vald að fá að vísa þingmönnum úr þingsal, fari þeir fram yfir leyfðan ræðutíma. Þá sagði Helgi Hjörvar bjölluna oftar en ekki auka óróa í þingsal. „Bjallan held ég að sé fremur til óþurftar hér í salnum heldur en til gagns og við ættum að losa okkur við hana,“ sagði hann. Valgerður Gunnarsdóttir sagðist ætla að taka þessar ábendingar til greina. „Forseti vill taka það fram af gefnu tilefni að hann er algjörlega tilbúinn til að semja við þingmenn um það að slá mildilegar í bjölluna, gegn því að háttvirtir þingmenn virði ræðutímann.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira