Obama herðir eftirlit með skotvopnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2016 07:00 Barack Obama kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP „Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél. Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
„Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél.
Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira