Obama herðir eftirlit með skotvopnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. janúar 2016 07:00 Barack Obama kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP „Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
„Hvernig stendur á því að þetta varð svona flokkspólitískt,“ spurði Barack Obama Bandaríkjaforseti í gær, þegar hann kynnti nýjar ráðstafanir til að herða eftirlit með skotvopnum í Bandaríkjunum og draga úr líkunum á því að þau kosti fólk lífið. Aðgerðirnar felast einkum í því að bakgrunnur einstaklinga, sem vilja kaupa skotvopn, verði kannaður betur en nú er gert. „Við vitum að við getum ekki stöðvað öll ofbeldis- eða illskuverk í heiminum,“ sagði hann, „en kannski getum við komið í veg fyrir eitt slíkt.“ Barack Obama sagðist engu að síður styðja 2. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum rétt til þess að bera vopn: „En ég trúi því líka að við getum dregið úr fjölda dauðsfalla af völdum skotvopna án þess að ganga gegn 2. viðauka,“ sagði hann. Viðstödd var meðal annars Gabriele Gifford, bandarísk þingkona sem varð fyrir skotárás fyrir utan verslun í Arizona fyrir fimm árum. Obama hefur árum saman, án árangurs, reynt að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja herta byssulöggjöf. Hann hefur ítrekað ávarpað þjóðina í kjölfar fjöldamorða og sagt ástandið í Bandaríkjunum vera einsdæmi í hinum siðaða heimi: Á ári hverju láti til dæmis meira en 30 þúsund manns lífið þar af völdum skotvopna. „Eins og ég hef sagt áður þá dofnum við gagnvart þessum tölum. Við förum að telja þær eðlilegar,“ sagði Obama í gær. Þingið hefur hins vegar ekki sýnt nein viðbrögð, enda vantar mikið upp á að þar sé meirihluti fyrir því að herða löggjöf um skotvopn. Aðgerðirnar, sem hann grípur til nú, eru því byggðar á núgildandi löggjöf og reynt að nýta heimildir hennar til hins ýtrasta. Þó vantar mikið upp á að með þeim sé gengið jafn langt og Obama hefur sjálfur óskað eftir. „Ég dreg ekki dul á það að þingið þarf enn að grípa til aðgerða,“ sagði Obama í gær. Til dæmis er ekki sett sú regla að kanna þurfi bakgrunn allra sem kaupa sér skotvopn í Bandríkjunum. Ekki er heldur verið að banna hríðskotabyssur eða önnur stærri skotvopn, sem drepið geta marga á stuttum tíma. Þá er heldur ekki verið að banna sölu á skotvopnum til þeirra, sem eru á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn og mega því ekki fara um borð í flugvél.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira