Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2016 09:03 Sigmundur Davíð segir að mörg hundruð þúsund króna launahækkanir eins og hjá dómurum hljóti að kalla á útskýringar Kjararáðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðar sig á þeim miklu hækkunum sem urðu á launum þeirra stétta sem heyra undir Kjararáð og mun hann krefjast skýringa á ákvörðun ráðsins. Voru laun dómara sérstaklega nefnd sem dæmi en þau hækkuðu nýverið um mör hundruð þúsund krónur, en sérstaklega var tiltekið að í Kjararáði situr fulltrúi hæstaréttardómara. Sigmundur Davíð var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Umsjónarmenn þáttarins, þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason, inntu hann meðal annars eftir skoðun hans á hækkunum á launum þeirra sem heyra undir Kjararáð. Sigmundur hafði þá verið að tala um þensluhættu vegna launahækkana þar sem á einu ári fara um 120 milljarðar að fara inn í hagkerfið með hækkun launa, berið það saman við útgjöld ríkisins. En oft er talað um að á þenslutímum þurfi ríkið að halda aftur af sér. „Rekstrargjöld eru ríkisins eru kannski 580 milljarðar, eða eitthvað svoleiðis. Í samanburði við launahækkanir vegur það lítið.“Sigmundi Davíð er brugðiðÞá spurðu útvarpsmennirnir forsætisráðherra út í nýlega ákvörðun Kjararáðs sem felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Bent var á það að forsvarsmenn vinnumarkaðarins væru til að mynda ekki ánægðir. „Ég á eftir að fá rökstuðning fyrir því hvers vegna þetta gerist með þessum hætti. Auðvitað bregður manni í brún,“ sagði Sigmundur Davíð. Útvarpsmennirnir nefndu dómara sem dæmi, sögðu að það væri kannski í lagi að fá launahækkun en fimm til sex hundruð þúsund væri býsna rausnarleg hækkun. Sigmundur Davíð ítrekaði að hann ætlaði að kalla eftir skýringum. Sagðist spurður vera ósáttur við þetta.Mun kalla eftir skýringum„Auðvitað, eins og þetta birtist, þá er þetta undarlegt og ekki til þess fallið að verja þennan stöðugleika sem ég er búinn að leggja áherslu á að við sammælumst um að varðveita.“Er þá Kjararáð í einhverjum öðrum heimi, eða hvað? „Reyndar þá verður það að fylgja sögunni að ef maður ber saman hækkanir undanfarinn áratug þá hafa þeir hópar sem settir eru undir kjararáð hækkað minna en aðrir hópar. En, svo koma svona stórar skyndihækkanir eins og þetta hjá dómurum núna síðast, eins og þú segir jafnvel mörg hundruð þúsund þúsund krónur á mánuði, og það kallar á skýringar sem ég verð að fá.“ Þá var á það bent að svo heppilega, eða óheppilega eftir atvikum, hagaði til að í Kjararáði situr einn aðili frá hæstarétti. Tengdar fréttir Yfirvinnutaxti embættismanna hækkar um 14,3 prósent Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. 31. desember 2015 07:00 Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari Formaður VR segir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra starfsmanna gera kjaraviðræður erfiðari. Launaskriðið er einn þátta sem teknir verða til skoðunar vegna hugsanlegrar opnunar kjarasamninga í febrúar. 4. janúar 2016 07:00 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðar sig á þeim miklu hækkunum sem urðu á launum þeirra stétta sem heyra undir Kjararáð og mun hann krefjast skýringa á ákvörðun ráðsins. Voru laun dómara sérstaklega nefnd sem dæmi en þau hækkuðu nýverið um mör hundruð þúsund krónur, en sérstaklega var tiltekið að í Kjararáði situr fulltrúi hæstaréttardómara. Sigmundur Davíð var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun. Umsjónarmenn þáttarins, þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason, inntu hann meðal annars eftir skoðun hans á hækkunum á launum þeirra sem heyra undir Kjararáð. Sigmundur hafði þá verið að tala um þensluhættu vegna launahækkana þar sem á einu ári fara um 120 milljarðar að fara inn í hagkerfið með hækkun launa, berið það saman við útgjöld ríkisins. En oft er talað um að á þenslutímum þurfi ríkið að halda aftur af sér. „Rekstrargjöld eru ríkisins eru kannski 580 milljarðar, eða eitthvað svoleiðis. Í samanburði við launahækkanir vegur það lítið.“Sigmundi Davíð er brugðiðÞá spurðu útvarpsmennirnir forsætisráðherra út í nýlega ákvörðun Kjararáðs sem felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Bent var á það að forsvarsmenn vinnumarkaðarins væru til að mynda ekki ánægðir. „Ég á eftir að fá rökstuðning fyrir því hvers vegna þetta gerist með þessum hætti. Auðvitað bregður manni í brún,“ sagði Sigmundur Davíð. Útvarpsmennirnir nefndu dómara sem dæmi, sögðu að það væri kannski í lagi að fá launahækkun en fimm til sex hundruð þúsund væri býsna rausnarleg hækkun. Sigmundur Davíð ítrekaði að hann ætlaði að kalla eftir skýringum. Sagðist spurður vera ósáttur við þetta.Mun kalla eftir skýringum„Auðvitað, eins og þetta birtist, þá er þetta undarlegt og ekki til þess fallið að verja þennan stöðugleika sem ég er búinn að leggja áherslu á að við sammælumst um að varðveita.“Er þá Kjararáð í einhverjum öðrum heimi, eða hvað? „Reyndar þá verður það að fylgja sögunni að ef maður ber saman hækkanir undanfarinn áratug þá hafa þeir hópar sem settir eru undir kjararáð hækkað minna en aðrir hópar. En, svo koma svona stórar skyndihækkanir eins og þetta hjá dómurum núna síðast, eins og þú segir jafnvel mörg hundruð þúsund þúsund krónur á mánuði, og það kallar á skýringar sem ég verð að fá.“ Þá var á það bent að svo heppilega, eða óheppilega eftir atvikum, hagaði til að í Kjararáði situr einn aðili frá hæstarétti.
Tengdar fréttir Yfirvinnutaxti embættismanna hækkar um 14,3 prósent Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. 31. desember 2015 07:00 Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari Formaður VR segir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra starfsmanna gera kjaraviðræður erfiðari. Launaskriðið er einn þátta sem teknir verða til skoðunar vegna hugsanlegrar opnunar kjarasamninga í febrúar. 4. janúar 2016 07:00 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Yfirvinnutaxti embættismanna hækkar um 14,3 prósent Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. 31. desember 2015 07:00
Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05
Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52
Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari Formaður VR segir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra starfsmanna gera kjaraviðræður erfiðari. Launaskriðið er einn þátta sem teknir verða til skoðunar vegna hugsanlegrar opnunar kjarasamninga í febrúar. 4. janúar 2016 07:00
Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45
Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent