Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. vísir/gva Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Laun dómara landsins hækka um 31,6 til 48,1 prósent núna um áramót samkvæmt ákvörðun kjararáðs í desember. Í ákvörðun kjararáðs frá 17. desember, kemur fram að kjararáð hafi ekki áður fjallað heildstætt um laun dómara, þótt þau hafi tekið breytingum í samræmi við almennar ákvarðanir ráðsins. Dómarafélag Íslands fór í nóvember 2012 fram á slíka umfjöllun sem mið tæki af því að starfsöryggi og sjálfstæði dómara þyrfti að vera tryggt. Fram kemur í ákvörðun ráðsins að í beiðni Dómarafélagsins hafi verið áréttað að um væri að ræða fámennan hóp einstaklinga sem mikla ábyrgð bæri, auk þess sem verulegar takmarkanir væru á því hvaða aukastörfum dómarar mættu gegna. „Í minnisblaðinu kemur einnig fram það mat dómara að launaflokkaröðun þeirra sé óásættanleg, sérstaklega þegar horft sé til innbyrðis samræmis og stöðu dómara í hinu þrískipta ríkisvaldi,“ segir kjararáð. Eftir yfirferð ráðsins færast allir dómarar upp um sjö launaflokka, auk þess sem yfirvinnueiningum er fjölgað um 10 til 31 í mánuði hverjum. Mest er breytingin hjá hæstaréttardómurum sem fara úr launaflokki 140 með 18 yfirvinnutíma í launaflokk 147 með 30 yfirvinnutímum. Laun þeirra fara úr tæplega 1,2 milljónum króna á mánuði, eins og þau voru eftir síðustu almennu hækkun ráðsins í nóvember síðastliðnum, í rúmar 1,7 milljónir. Heildarlaun forseta Hæstaréttar fara úr tæplega 1,3 milljónum í tæplega 1,9 milljónir króna. Minnst er breytingin hjá dómstjóranum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, 31,6 prósent, en hann er tveimur launaflokkum fyrir ofan aðra dómstjóra á landinu auk þess að fá mánaðarlega greitt átta yfirvinnutímum meira en þeir. Laun dómstjórans í Reykjavík fara úr rúmlega 1,1 milljón króna í rúmlega 1,5 milljónir, en laun annarra dómstjóra úr rúmri milljón í rúmlega 1,4 milljónir. Laun héraðsdómara hækka svo um 38,7 prósent, fara úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í rúmlega 1,3 milljónir króna. Í ákvörðun kjararáðs segir að mikilvægt sé að til dómstarfa veljist hæfir og heilsteyptir einstaklingar og tryggt sé að engir utanaðkomandi hagsmunir eða þrýstingur frá stjórnvöldum, aðilum máls eða nokkrum öðrum hafi áhrif á störf þeirra. Störf dómara eigi sér ekki beina hliðstæðu á hinum almenna vinnumarkaði. „Við ákvörðun um laun og kjör dómara telur kjararáð nauðsynlegt að hafa í huga og taka tillit til þess að dómsvaldið er einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og veitir löggjafar- og framkvæmdarvaldi nauðsynlegt aðhald. Þá skera dómstólar endanlega úr um lögskipti og réttarágreining einstaklinga og lögaðila, svo og sekt eða sýknu í sakamálum.“ Vegna þessa sé nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla. „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að möguleikar dómara til þess að sinna launuðum aukastörfum eru takmarkaðir,“ segir í ákvörðuninni.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira