Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 15:05 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. Vísir/GVA Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira