Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2015 22:30 Hæstaréttardómarar eru meðal þeirra sem ákvörðunin tekur til. vísir/stefán Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent