Yfirvinnutaxti embættismanna hækkar um 14,3 prósent Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Steinþór Pálsson Már Guðmundsson Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. Eftir almenna 9,3 prósenta hækkun kjararáðs á launum embættismanna 17. nóvember síðastliðinn voru heildarlaun bankastjóra Landsbankans komin í tæplega 1,6 milljónir króna, en inni í þeirri tölu voru 65 yfirvinnutímar í mánuði hverjum. Með ákvörðun sinni 17. desember síðastliðinn, afturvirkt frá 1. desember var bætt við laun Steinþórs 35 yfirvinnutímum til viðbótar. Fram kemur í ákvörðuninni að í beiðni bankaráðs Landsbankans um endurskoðun launakjara bankastjórans í nóvemberlok 2014 hafi verið farið fram á afturvirka hækkun frá 1. júní 2010, en við því var ekki orðið. Þá hefur kjararáð hækkað einingaverð yfirvinnunnar þannig að hún miðar við eitt prósent af launaflokki 502-136, í stað 502-132 áður. Yfirvinnueiningin fer því úr 7.819 krónum í 8.934 og gildir það samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um alla embættismenn sem slíkar einingar fá í launakjörum sínum. Eftir breytinguna eru Steinþór Pálsson og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, jafnsettir launahæstu embættismenn ríkisins með heildarlaun upp á 1.949.691 krónu á mánuði. Í þriðja sæti er svo Már Guðmundsson seðlabankastjóri með rúmlega 1,8 milljónir króna. Misjafnt er hversu margir yfirvinnutímar eru reiknaðir inn í laun embættismanna og forystufólks ríkisstofnana en 30 til 50 tímar eru algengir. Heildarlaun fólks í þeim hópi hækka því um 3,1 til 4,5 prósent. Hundrað yfirvinnutímar forstjóra Landsvirkjunar þýða að laun hans hafa hækkað um 6,1 prósent. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Már Guðmundsson Auk þess að hækka laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, um 24,6 prósent með sérstakri ákvörðun hefur kjararáð breytt viðmiðum yfirvinnugreiðslna. Við breytinguna hækka heildarmánaðarlaun annarra embættismanna sem undir ráðið heyra um nálægt þremur til rúmra sex prósenta. Eftir almenna 9,3 prósenta hækkun kjararáðs á launum embættismanna 17. nóvember síðastliðinn voru heildarlaun bankastjóra Landsbankans komin í tæplega 1,6 milljónir króna, en inni í þeirri tölu voru 65 yfirvinnutímar í mánuði hverjum. Með ákvörðun sinni 17. desember síðastliðinn, afturvirkt frá 1. desember var bætt við laun Steinþórs 35 yfirvinnutímum til viðbótar. Fram kemur í ákvörðuninni að í beiðni bankaráðs Landsbankans um endurskoðun launakjara bankastjórans í nóvemberlok 2014 hafi verið farið fram á afturvirka hækkun frá 1. júní 2010, en við því var ekki orðið. Þá hefur kjararáð hækkað einingaverð yfirvinnunnar þannig að hún miðar við eitt prósent af launaflokki 502-136, í stað 502-132 áður. Yfirvinnueiningin fer því úr 7.819 krónum í 8.934 og gildir það samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um alla embættismenn sem slíkar einingar fá í launakjörum sínum. Eftir breytinguna eru Steinþór Pálsson og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, jafnsettir launahæstu embættismenn ríkisins með heildarlaun upp á 1.949.691 krónu á mánuði. Í þriðja sæti er svo Már Guðmundsson seðlabankastjóri með rúmlega 1,8 milljónir króna. Misjafnt er hversu margir yfirvinnutímar eru reiknaðir inn í laun embættismanna og forystufólks ríkisstofnana en 30 til 50 tímar eru algengir. Heildarlaun fólks í þeim hópi hækka því um 3,1 til 4,5 prósent. Hundrað yfirvinnutímar forstjóra Landsvirkjunar þýða að laun hans hafa hækkað um 6,1 prósent.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira