Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR „Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna. Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna.
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira