Opinbert launaskrið gerir samninga erfiðari Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR „Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Þetta launaskrið opinberra starfsmanna hefur ekki eins mikil heildaráhrif þar sem þetta eru nokkrir tugir en ekki mörg þúsund manns,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um ákvörðun kjararáðs um að hækka laun opinberra embættismanna um 9,3 prósent og hækkun einingaverðs yfirvinnu um 14,3 prósent. „En það gerir samningaviðræður erfiðari þegar menn fljúga svona langt, langt fram úr öðrum og maður skilur eiginlega ekki rökin fyrir því að hækka þurfi menn svona svakalega mikið á einu bretti. Það gefur tilefni til að maður velti því fyrir sér hvort störf þeirra séu ranglega metin eða ofmetin. Þetta er eiginlega fáheyrt, að það þurfi að hækka fólk svona mikið.“ Kjarasamningar voru samþykktir í fyrra með fyrirvara um ákveðnar forsendur. Endurskoðunarnefnd stéttarfélaga og atvinnurekenda leggur mat á hvort þær forsendur, eða vanefndir þeirra, kalli á opnun kjarasamninga núna í febrúar. Þar er meðal annars tekið mið af öðrum launahækkunum á vinnumarkaði auk fyrirheita af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Við komum til með að funda fljótlega í næstu viku með Samtökum atvinnulífsins og fara yfir stöðuna. Við viljum leita allra leiða til að hér opnist ekki allt saman en við þurfum náttúrulega að setjast niður og skoða heildarmyndina og skoða það út frá því þannig að það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ segir Ólafía. Hún segir fólk helst vilja koma í veg fyrir að samningar verði opnaðir aftur en finna þurfi viðunandi lausnir til að tryggja það. „Markmiðið snýst fyrst og síðast um að leita lausna til þess að finna út úr því hvort við náum ekki saman til að halda samningnum. En það eru margir þættir sem þarf að fara í gegnum og velta fyrir sér, ekki bara þessar launahækkanir, heldur líka loforð stjórnvalda og það þarf að vinna með alla þessa þætti í einu.“ Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnt launaskriðið harðlega og sagt laun verkafólks engan veginn í samhengi við launahækkun opinberra starfsmanna.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira