Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2016 16:59 Mál Steven Avery hefur vakið mikla athygli eftir að þættirnir Making a Murderer voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum. Mynd/Netflix Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun. Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Rúmlega 114 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til embættis forseta Bandaríkjanna um að náða þá Steven Avery og frænda hans Brendan Dassey sem eru umfjöllunarefni heimildarþáttaraðarinnar Making a Murderer. Þáttaröðin var frumsýnd á Netflix 18. desember síðastliðinn og var undirskriftasöfnuninni hrundið af stað á undirvef embættisins sem nefnist We The People tveimur dögum síðar, þar sem bandarískir borgarar geta komið skilaboðum og áskorunum til stjórnvalda. Samkvæmt reglum sem settar eru um undirskriftasöfnun á þessari síðu ber embættinu að bregðast við þeim áskorunum sem ná yfir 100 þúsund undirskriftir innan ákveðins tímaramma, fresturinn á þessari áskorun til að ná 100 þúsund undirskriftum rennur út 19. janúar næstkomandi. Í áskoruninni til embættisins segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í þessari þáttaröð þá brást bandaríska dómskerfið þeim Avery og Dassey. „Sem rústaði lífi þeirra algjörlega,“ segir í áskoruninni. Er því haldið fram að embætti lögreglustjórans í Manitowoc-sýslu hafi beitt óviðeigandi aðferðum til að ná fram sakfellingu í málinu. „Þetta er svartur blettur á réttarkerfinu í heild, og ætti að gangast við því, og í leiðinni veita þessum mönnum möguleika á að lifa eins hefðbundnu lífi og hægt er.“ Þáttaröðin telur tíu þætti og var mynduð á tíu ára tímabili. Hún segir frá útistöðum Avery við lögin. Hann var ranglega sakfelldur árið 1985 og sendur í fangelsi fyrir nauðgun en hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans og í kjölfarið sleppt úr fangelsi. Árið 2005 var hann fundinn sekur um að hafa myrt ljósmyndarann Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þá hefur einnig verið safnað undirskriftum við áskorun til ríkisstjóra Wisconsin, Scott Walker, þar sem hann er beðinn um að frelsa Steven Avery. Þrjú hundruð og níu þúsund manns hafa skrifað undir þá áskorun.
Tengdar fréttir Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53