Erlent

Handteknir í Þýskalandi vegna tengsla við ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn mannna frá Alsír handtekinn.
Einn mannna frá Alsír handtekinn. Vísir/EPA
Lögreglan í Þýskalandi handtók í dag tvo menn frá Alsír sem grunaðir eru um tengsl við Íslamska ríkið. Í kjölfarið voru tveir menn til viðbótar handteknir í skýlum fyrir flóttamenn, þar sem einhverjir hinna grunuðu bjuggu.

Samkvæmt lögreglunni í Berlín eru mennirnir grunaðir um að skipuleggja „alvarlega aðgerð sem ógnar öryggi þjóðarinnar“.

Líklegt þykir að tengingar mannanna við Íslamskar ríkið og flóttamenn sé enn meiri olía á þann eld sem málefni flóttafólks eru orðin í Þýskalandi. Flóttamenn frá Norður-Afríku finna þegar fyrir miklu mótlæti vegna kynferðisárásanna í Köln á nýársnótt.

Einn maðurinn sem var handtekinn var eftirlýstur í Alsír og er sagður hafa verið þjálfaður í Sýrlandi. Annar var með fölsuð skilríki, en þar að auki var ein kona handtekin. Um 450 lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum.

Viðbúnaður í Þýskalandi er mjög mikill og nokkrum sinnum á síðustu mánuðum hefur verið gefin út viðvörun vegna mögulegs hryðjuverks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×