Carvajal hetja Real í Ofurbikarnum | Sjáðu mörkin og bikarafhendinguna Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2016 21:18 Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira